Erna Solberg þakkar björgunarsveitarfólki

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við áramótaávarp sitt.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við áramótaávarp sitt. AFP

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þakkar björgunarsveitarfólki í tísti rétt í þessu. Hún greinir frá því, með mikilli sorg í hjarta, að ekki sé gert ráð fyrir að hægt að sé að finna fólk á lífi lengur í Ask eftir jarðfallið þar á miðvikudaginn í síðustu viku. 

„Hugur minn er hjá þeim sem hafa misst ástvini. Ég vil þakka björgunarsveitarfólki sem hefur gert allt sem í þess valdi stendur til að bjarga lífum,“ tísti forsætisráðherrann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert