Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður

Michael Graveley á blaðamannafundi í dag.
Michael Graveley á blaðamannafundi í dag. AFP

Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake 23. ágúst í bænum Kenosha í Wisconsin-ríki, verður ekki ákærður. Blake, sem er svartur, er lamaður fyrir neðan mitti eftir að hafa verið skotinn oftar en einu sinni í bakið af hvítum lögreglumanni þegar hann fór inn í bifreið sína þar sem þrjú börn hans sátu. 

Atvikið jós olíu á ört vax­andi eld óánægju og reiði al­menn­ings vegna of­beld­is­verka lög­reglu­manna gagn­vart svört­um um öll Banda­rík­in. Mót­mæla­alda og glundroðaástand fylgdi. Tveir létust og þriðji slasaðist í mótmælunum fáeinum dögum eftir atvikið. 

Kyle Rittenhouse, 18 ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara í dag, en hann var ákærður fyrir meðal annars manndráp af gáleysi í mótmælunum. Hann ásamt fleiri vopnuðum öfgahægrisinnum komu til Kenosha frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna eftir árásina á Blake. 

Umdæmislögmaður Kenosha, Michael Graveley, tilkynnti í dag að lögregluþjóninn sem skaut Blake, Rusten Sheskey, yrði ekki sóttur til saka. Atvikið var tekið upp á myndband sem deilt var á samfélagsmiðlum. Graveley sagði á blaðamannafundi í dag að fyrir dómara yrði ekki hægt að sanna að beiting Sheskey á skotvopni væri ekki réttlætanleg. 

Jacob Blake.
Jacob Blake. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert