Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður áfram í varðhaldi í öryggisfangelsi í Bretlandi á meðan beðið er eftir áfrýjun Bandarískra yfirvalda vegna framsalsbeiðni á honum. Ákvörðun dómara um það var kveðin upp í dag.
Honum hefur verið neitað að ganga laus gegn tryggingu. Sami dómari og úrskurðaði um að Assange skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna færði rök fyrir því að yrðu Assange látinn laus væru litlar líkur á að hann myndi mæta fyrir dóm við áfrýjun málsins. Verður honum því sem fyrr segir, áfram haldið í Belmarsh-öryggisfangelsinu.
„Það er sanngirnismál gagnvart Bandaríkjunum að fá að áfrýja dómi mínum. Ef Hr. Assange hverfur á brott á meðan áfrýjun fer fram miss þeir af tækifærinu til þess,“ sagði dómarinn Vanessa Baraitser við ákvörðunartökuna.
Fulltrúar Bandarískra yfirvalda hafa hvatt Baraitser til að láta Assange ekki lausan á meðan áfrýjunarferli yfir dómi hennar er í undirbúningi.
Dómurinn féll á mánudaginn og snérist rökstuðningur dómara, fyrir að leyfa ekki framsal Assange, um andlega heilsu hans.
Assange var viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins um að hann skildi ekki látinn laus í dag.