Lýsir yfir sigri í Georgíu

Raphael Warnock.
Raphael Warnock. AFP

Frambjóðandi demókrata, Raphael Warnock, hefur lýst sigri í baráttunni um annað af tveimur sætum Georgíu-ríkis í öldungadeild Bandaríkjaþings. Aftur á móti hefur keppinautur hans, repúblikaninn Kelly Loeffler, ekki játað sig sigraðan.

Hvorki embættismenn í Bandaríkjunum né heldur helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna hafa lýst því yfir hver hafi haft betur í baráttunni um þingsætin tvö. 

Bætt við klukkan 7:20 - nú hafa helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna CBS, NBC og CNN sem og flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum greint frá þessu og segja að þetta sé hneisa fyrir Donald Trump sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna eftir tvær vikur eftir að hafa tapað forsetakosningunum í nóvember.

Warnock, sem er 51 árs prestur, hefur aftur á móti þakkað kjósendum fyrir þá trú sem þeir sýndu honum. „Ég heiti ykkur þessu nú í kvöld, ég mun fara í öldungadeildina til að vinna fyrir alla íbúa Georgíu.“ 

Kelly Loeffler er frambjóðandi repúblikana.
Kelly Loeffler er frambjóðandi repúblikana. AFP

Re­públi­kan­arn­ir Kelly Loeffler og Dav­id Per­due sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í kosn­ing­un­um. Eins og áður sækist Rap­hael Warnock eft­ir sæti Loeffler og blaðamaður­inn Jon Ossoff eft­ir sæti Per­du­es. Eng­inn fram­bjóðend­anna náði til­skild­um 50% at­kvæða til að vinna kosn­ing­arn­ar sem fram fóru í nóv­em­ber þegar Joe Biden fékk meiri­hluta at­kvæða í rík­inu. 

Re­públi­kan­ar sitja nú í 52 af 100 sæt­um í öld­unga­deild­inni. Fari svo að demó­krat­ar vinni bæði sæti Georgíu í kosn­ing­un­um hef­ur verðandi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Kamala Harris, úr­slita­at­kvæði í öld­unga­deild­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert