Teymi WHO ekki hleypt inn í Kína

Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Tedros Adhanom Ghebreyesus. AFP

Teymi Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar sem rann­saka átti upp­runa Covid-19-sjúk­dóms­ins í kín­versku borg­inni Wu­h­an var meinaður aðgang­ur í landið. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in seg­ir að teymið hafi ekki haft full­nægj­andi vega­bréfs­árit­un. Kín­versk yf­ir­völd segja aft­ur á móti að teym­inu hafi verið meinaður aðgang­ur vegna þess að ferð þess hafi enn verið í skipu­lagn­ingu. Yf­ir­völd í Pek­ing samþykktu fram­kvæmd rann­sókn­ar­inn­ar eft­ir margra mánaða viðræður við Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina. 

Fyrstu til­felli Covid-19 greind­ust í Wu­h­an í lok árs 2019. 

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismál­stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir það hafa verið mik­il von­brigði að kín­versk yf­ir­völd hafi ekki gengið úr skugga um vega­bréfs­árit­an­ir teym­is­ins, sér­stak­lega í ljósi þess að tveir vís­inda­menn úr teym­inu hafi þegar hafið ferðalag til Kína. 

Talsmaður kín­verskra yf­ir­valda, Hua Chuny­ing, sagði í sam­tali við BBC að um mis­skiln­ing væri að ræða og ekki væri til­efni til „að lesa of mikið í þetta“.

„Kín­versk yf­ir­völd eru í nánu sam­starfi við Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina, en það hafa komið upp minni hátt­ar smit á fjöl­mörg­um stöðum um heim all­an og ýmis lönd og svæði eru upp­tek­in við það að hafa hem­il á veirunni og við þeirra á meðal,“ sagði Hua. 

„Við erum samt að styðja við alþjóðlegt sam­starf og höld­um áfram með skipu­lagn­ingu hjá okk­ur. Við erum í sam­bandi við Alþjóðaheil­brigðismál­stofn­un­ina og eft­ir því sem ég kemst næst erum við enn í viðræðum um dag­setn­ing­ar og skipu­lagn­ingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert