Boðflennur í vígahug - fréttaljósmyndir

Stuðnings­menn Don­alds Trumps, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, fjöl­menntu í Washingt­on, höfuðborg Banda­ríkj­anna, í gær þar sem þingið kom sam­an til að staðfesta úr­slit kosn­ing­anna sem fóru fram í nóv­em­ber. Upp úr sauð í gær­kvöldi þegar æst­ur múgur réðist inn í þing­húsið.

Gera varð hlé á fundi þings­ins, bæði í efri og neðri deild­inni, eft­ir að óboðnir gest­ir voru komn­ir inn á ganga, skrif­stof­ur og í fund­ar­sali þings­ins. Það sló í brýnu á milli lög­reglu og boðflenn­anna og að minnsta kosti fjór­ir hafa látið lífið. 

Að lok­um tókst að rýma svæðið og þingið gat haldið áfram störf­um sín­um og hef­ur nú form­lega staðfest að Joe Biden er rétt­kjör­inn 46. for­seti Banda­ríkj­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert