Atburðir gærdagsins við þinghús Bandaríkjaþings „vanhelguðu kjarna bandarískra stjórnvalda.“ Þetta segir Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, í yfirlýsingu sem gefin var út fyrr í kvöld.
„Að sjá gjánna á milli viðbragða við óreiðum gærdagsins og friðsamra mótmæla síðasta sumar og baráttunnar fyrir jafnrétti kynþátta yfirhöfuð er svo sársaukafullt. Þetta er sárt,“ skrifaði Obama. „Ég græt fyrir þjóðina okkar.“
Obama fordæmdi „sviksamlegan fána Suðurríkjasambandsins“, og syrgði „brotnar höfuðkúpur og fjöldahandtökur“ sem hún varð vitni að þegar mótmæli Black Lives Matter hreyfingarinnar stóðu sem hæst síðasta sumar.
„Milljónir kusu mann sem svo augljóslega er reiðubúinn að brenna lýðræðið okkar fyrir hans eigin sjálfsmynd,“ sagði Obama, sem biðlaði til samfélagsmiðla um að banna birtingu efnis frá Donaldi Trump Bandaríkjaforseta.
Like all of you, I’ve been feeling so many emotions since yesterday. I tried to put my thoughts down here: pic.twitter.com/9xzRvrpk7y
— Michelle Obama (@MichelleObama) January 7, 2021