Fjórir látnir eftir árás múgsins

Viðbragðslið að störfum fyrr í kvöld.
Viðbragðslið að störfum fyrr í kvöld. AFP

Að minnsta kosti fjórir létust þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðst inn í þinghúsið í Washington. Frá þessu greina lögregluyfirvöld í borginni.

Á meðal þeirra var kona sem lögreglan skaut til bana. Hinir þrír létust af öðrum orsökum, sem lögregla greinir ekki nánar frá, að því er fram kemur í umfjöllun CBS.

Þá hafa 52 verið handteknir en af þeim voru 47 teknir höndum vegna brota á útgöngubanni sem komið var á eftir árásina.

Tvær heima­til­bún­ar sprengj­ur, eða eitt­hvað sem þeim líkt­ist, fundust einnig nærri höfuðstöðvum beggja stóru flokk­anna í miðborg Washingt­on í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka