Garland verður dómsmálaráðherra

Joe Biden, Merrick Garland og Barack Obama árið 2016 þegar …
Joe Biden, Merrick Garland og Barack Obama árið 2016 þegar til stóð að gera Garland að hæstaréttardómara. AFP

Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest að hann muni tilnefna Merrick Garland sem dómsmálaráðherra í stjórn sinni. Garland er miðjusinnaður dómari sem repúblíkanar höfnuðu sem hæstaréttardómara fyrir fimm árum.

Hann starfar í dag sem dómari við áfrýjunardómstól í Washington og er þekktur fyrir að vera hófsamur og frjálslyndur og er ekki flokksbundinn. 

Öldungadeild þingsins tafði tilnefningu Baraks Obama á honum til hæstaréttar í átta mánuði árið 2016, sem gerði það að verkum að valdið til að tilnefna dómara féll í skaut Donalds Trump, núverandi og fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og tilnefndi hann íhaldsdaman dómara árið eftir. 

Biden mun kynna Garland og val sitt í aðrar lykilstöður innan dómsmálaráðuneytisins í dag er kemur fram í tilkynningu frá starfsteymi Bidens. 

Garland er 68 ára og á að baki langan feril sem bæði sjálfstætt starfandi lögmaður og saksóknari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert