Bandarískir saksóknarar hafa farið fram á að flugvélaframleiðandinn Boeing greiði sekt upp á 2,5 milljarða bandaríkjadala, því sem jafngildir tæplega 320 milljörðum króna, gegn því að fallið verði frá ákærum um að fyrirtækið hafi svindlað á eftirlitsaðilum í tengslum við 737 MAX vélar fyrirtækisins.
Þetta tilkynnti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fyrir skömmu.
Boeing hafði samið við bandarísk yfirvöld um frestun ákæru.
Saksóknarar voru harðorðir í garð Boeing þegar tilkynnt var um ákvörðun sektarinnar í dag, og sökuðu fyrirtækið um að hafa sett „gróða fram yfir heiðarleika“ og að hafa reynt að hylma yfir ástand vélanna áður en 2 mannskæð flugslys urðu með skömmum fyrirvara.