Hver er maðurinn með hornin?

Jake Angeli ryðst inn í þinghúsið í Washington.
Jake Angeli ryðst inn í þinghúsið í Washington. AFP

Maður­inn á frétta­mynd­un­um á allra vör­um, klædd­ur eða ekki klædd­ur sem ein­hvers kon­ar hyrnt dýr, and­litið þakið banda­rísku fána­lit­un­um, heit­ir Jake Ang­eli, 32 ára þekkt­ur öfga­hægrimaður frá Arizona. VG.no og The Arizona Repu­blic greina frá. 

Ang­eli er yf­ir­lýst­ur stuðnings­maður sam­tak­anna QAnon. Hann er þekkt­ur fyr­ir að standa fyr­ir utan þing­hús Arizona, klædd­ur eins og hann var í gær, og pre­dika sam­særis­kenn­ing­ar sem QAnon-sam­tök­in halda á lofti. 

Ang­eli sagði í viðtali við The Arizona Repu­blic að hann bæri loðhúf­una og málaði sig eins og hann gerði og gengi um ber að ofan í tætt­um bux­um til að vekja at­hygli á málstað sín­um. 

Í sama viðtali sagðist hann ræða við fólk um trú sína á QAnon og hulda sann­leik­an­um.

Meðfylgj­andi mynd fer nú um netið þar sem hann sést í BLM-mót­mæl­um í Tem­pe með skilti sem á stend­ur „Q sent me“ eða „Q sendi mig“. Hann er sagður stunda að mæta á BLM-mót­mæli til að fiska slags­mál.

Jake Angeli á mótmælum í Tempe í júní.
Jake Ang­eli á mót­mæl­um í Tem­pe í júní. Ljós­mynd/​twitter

QAnon eru öfga­hægri­sinnuð sam­særis­kenn­inga­sam­tök sem fóru af stað árið 2017. Þar er því haldið fram að heim­in­um sé stýrt af fá­mennri elítu og meðal þeirra séu hátt sett­ir stjórn­mála­menn sem aðhyll­ast satan­isma, barn­aníð og mann­át. Sam­tök­in líta á Don­ald Trump sem bjarg­vætt heims­ins frá elít­unni.

Hér má sjá mynd­bönd af Ang­eli í ess­inu sínu í fyrra:

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka