Maðurinn á fréttamyndunum á allra vörum, klæddur eða ekki klæddur sem einhvers konar hyrnt dýr, andlitið þakið bandarísku fánalitunum, heitir Jake Angeli, 32 ára þekktur öfgahægrimaður frá Arizona. VG.no og The Arizona Republic greina frá.
Angeli er yfirlýstur stuðningsmaður samtakanna QAnon. Hann er þekktur fyrir að standa fyrir utan þinghús Arizona, klæddur eins og hann var í gær, og predika samsæriskenningar sem QAnon-samtökin halda á lofti.
Angeli sagði í viðtali við The Arizona Republic að hann bæri loðhúfuna og málaði sig eins og hann gerði og gengi um ber að ofan í tættum buxum til að vekja athygli á málstað sínum.
Í sama viðtali sagðist hann ræða við fólk um trú sína á QAnon og hulda sannleikanum.
Meðfylgjandi mynd fer nú um netið þar sem hann sést í BLM-mótmælum í Tempe með skilti sem á stendur „Q sent me“ eða „Q sendi mig“. Hann er sagður stunda að mæta á BLM-mótmæli til að fiska slagsmál.
QAnon eru öfgahægrisinnuð samsæriskenningasamtök sem fóru af stað árið 2017. Þar er því haldið fram að heiminum sé stýrt af fámennri elítu og meðal þeirra séu hátt settir stjórnmálamenn sem aðhyllast satanisma, barnaníð og mannát. Samtökin líta á Donald Trump sem bjargvætt heimsins frá elítunni.
Hér má sjá myndbönd af Angeli í essinu sínu í fyrra:
Here’s part of my interview with Jake Angeli, the 32-year old man I previously posted about, who thanked the president @realDonaldTrump and Q.
— BrieAnna J. Frank 🌵 (@brieannafrank) May 5, 2020
He applauded the work of the president and criticized that of the press. @azcentral pic.twitter.com/PbQFGhNCq6