Konan sem skotin var til bana, þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta réðst inn í þinghúsið í Washington fyrr í dag, hét Ashli Babbitt.
Hún starfaði áður í bandaríska flughernum til fjórtán ára og var mikill stuðningsmaður Trumps, að því er sjónvarpsstöðin KUSI í San Diego hefur eftir ekkli hennar sem býr þar í grennd.
Lögreglan í Washington hefur gefið upp að hún hafi látist skömmu eftir að hafa hlotið skotáverkann.
Babbitt skilgreindi sjálfa sig á Twitter sem fyrrverandi hermann og lét þar einnig í ljós föðurlandsást sína.