Angela Merkel segir Trump deila ábyrgð

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að hún væri bálreið og leið yfir fréttum af múgi stuðningsmanna Donalds Trumps sem réðst inn í þinghúsið í Washington í gær.

Hún sagði Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, deila ábyrgð á óróanum sem nú ríkti í Bandaríkjunum. 

„Ég er verulega vonsvikin yfir að Trump forseti skuli ekki hafa viðurkennt ósigur, í nóvember og aftur í gær,“ sagði hún. 

„Efasemdum um niðurstöður kosninganna var sáð og búnar til í andrúmslofti sem gerði atburði gærdagsins mögulega,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert