„Ofbeldi sigrar aldrei“

Pence í þingsal í dag.
Pence í þingsal í dag. AFP

„Til þeirra sem ollu glundroða í þinghúsinu okkar í dag: Þið báruð ekki sigur úr býtum.“

Þetta sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði öldungadeildina í kvöld, eftir að hún kom saman að nýju klukkan 20 að staðartíma eða klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

„Ofbeldi sigrar aldrei. Frelsi sigrar. Og þetta er enn hús fólksins,“ bætti hann við.

„Komum okkur nú aftur að verki.“

Okkur verður ekki haldið frá þessum sal

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, tók við orðinu af varaforsetanum.

„Öldungadeild Bandaríkjanna verður ekki ógnað. Okkur verður ekki haldið frá þessum sal af rustum, múgi eða hótunum,“ sagði McConnell.

Tók hann fram að múgurinn sem réðst á þinghúsið í dag hafi reynt að trufla lýðræði landsins. Það hafi mistekist.

„Glæpsamleg hegðun mun aldrei ráða ríkjum á Bandaríkjaþingi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert