Franskir framleiðendur foie gras kölluðu í dag, fimmtudag, eftir því að fjölda anda yrði slátrað í fyrirbyggjandi aðgerð til að reyna að stöðva útbreiðslu alvarlegs stofns fuglaflensu sem hefur ruðst í gegnum alifuglabú í suðvesturhluta Frakklands.
H5N8, veiran sem flensunni veldur, fannst fyrst í fugli í gæludýrabúð á eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi í nóvember síðastliðnum. Hún veiran hefur nú dreift úr sér innan andabúa á meginlandinu.
Nokkur Evrópuríki hafa tilkynnt um smit, fimm árum eftir að mikil útbreiðsla fuglaflensu varð til þess að milljónum anda var slátrað í Frakklandi.
„Veiran er sterkari en við. Nýir smitklasar eru sífellt að koma fram,“ sagði Marie Pierre Pe, yfirmaður fransks bandalags foie gras framleiðenda, í samtali við AFP.
Flensan er ekki skaðleg mönnum, samkvæmt frétt AFP. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í vikunni þar sem tekið var sérstaklega fram að fólk gæti smitast af fuglaflensu.