Maðurinn á skrifstofu Pelosi handtekinn

Æstur múgur fyrir utan þinghúsið á miðvikudag.
Æstur múgur fyrir utan þinghúsið á miðvikudag. AFP

Karlmaður, sem kom sér fyrir í stól Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington, hefur verið handtekinn og ákærður.

Bandarískir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Richard Barnett og er sextugur.

Hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann situr við skrifborð Pelosi. Sjálfur segir Barnett að handtakan komi honum ekki á óvart.

„Ég skildi eftir miður fallega athugasemd til hennar og kom fótunum upp á borð,“ sagði Barnett við blaðamann New York Times.

Fjórir mótmælendur og einn lögregluþjónn létust í átökunum. Fjöldi starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar FBI vinnur að því að bera kennsl á þá sem réðust inn í þinghúsið svo hægt sé að taka þá höndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka