Karlmaður, sem kom sér fyrir í stól Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington, hefur verið handtekinn og ákærður.
Bandarískir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Richard Barnett og er sextugur.
#BREAKING: Richard Barnett, the man who barged illegally and forcibly into US Capitol and was seen sitting on Speaker Pelosi’s chair has been arrested in Arkansa. Charged with remaining on restricting grounds, violent entry and theft of public property. Others too being tracked. pic.twitter.com/N2cxEIrf4Y
— Aditya Raj Kaul (@AdityaRajKaul) January 8, 2021
Hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann situr við skrifborð Pelosi. Sjálfur segir Barnett að handtakan komi honum ekki á óvart.
„Ég skildi eftir miður fallega athugasemd til hennar og kom fótunum upp á borð,“ sagði Barnett við blaðamann New York Times.
Fjórir mótmælendur og einn lögregluþjónn létust í átökunum. Fjöldi starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar FBI vinnur að því að bera kennsl á þá sem réðust inn í þinghúsið svo hægt sé að taka þá höndum.