Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú tekið þá ákvörðun að loka algjörlega fyrir reikning 45. forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hjá miðlinum.
Þetta er ljóst þegar reynt er að skoða tíst forsetans. Þar segir einnig að Twitter loki þeim reikningum sem brjóti reglur miðilsins.
Í yfirlýsingu segir miðillinn hafa ákveðið þetta eftir nána skoðun á tístum forsetans að undanförnu og vegna hættunnar á því að reikningurinn verði notaður til frekari kyndingar undir ofbeldi.
After close review of recent Tweets from the @realDonaldTrump account and the context around them we have permanently suspended the account due to the risk of further incitement of violence.https://t.co/CBpE1I6j8Y
— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 8, 2021