Twitter lokar alfarið fyrir Trump

Trump getur ekki lengur tjáð sig á Twitter í gegnum …
Trump getur ekki lengur tjáð sig á Twitter í gegnum þann reikning sem hann hefur notað. AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú tekið þá ákvörðun að loka algjörlega fyrir reikning 45. forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, hjá miðlinum.

Þetta er ljóst þegar reynt er að skoða tíst forsetans. Þar segir einnig að Twitter loki þeim reikningum sem brjóti reglur miðilsins.

Í yfirlýsingu segir miðillinn hafa ákveðið þetta eftir nána skoðun á tístum forsetans að undanförnu og vegna hættunnar á því að reikningurinn verði notaður til frekari kyndingar undir ofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert