Farþegaflugvél horfin af ratsjám

Sriwijaya Air Boeing 737.
Sriwijaya Air Boeing 737. AFP

Farþega­flug­vél er horf­in af rat­sjám í Indó­nes­íu, skömmu eft­ir að hún tók á loft frá höfuðborg­inni Jakarta. Sam­kvæmt frétta­stofu AFP ligg­ur ekki fyr­ir hve marg­ir eru inn­an­borðs í vél­inni, sem tek­ur um 130 farþega, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um BBC eru rúm­lega 50 farþegar um borð.

Um er að ræða 27 ára gamla Boeing 737-500-flug­vél Sriwijaya Air sem var á leið til Pontianak í Vest­ur-Kalim­ant­an.

Sam­kvæmt Flig­htra­dar24 hafði flug­vél­in misst hæð um 3.000 metra á inn­an við mín­útu áður en hún hvarf af rat­sjám.

Að sögn sam­gönguráðuneyt­is Indó­nes­íu eru björg­un­araðilar í viðbragðsstöðu, en á sam­fé­lags­miðlum og sjón­varps­stöðvum má sjá mynd­ir og mynd­skeið af því sem virðist vera brak úr flug­vél­inni á sjó úti.

Rétt rúm tvö ár eru síðan mann­skætt flug­slys varð í Indó­nes­íu þegar Boeing 737-MAX-vél Lion Air hrapaði með þeim af­leiðing­um að all­ir 189 um borð lét­ust. Skömmu síðar hrapaði flug­vél Et­hi­opi­an Air­lines af sömu gerð og hef­ur flug­véla­fram­leiðand­inn Boeing orðið fyr­ir miklu tapi síðan vegna kyrr­setn­ing­ar vél­anna og bóta­greiðslna vegna galla í flug­vél­un­um.

Tekið skal fram að flug­vél­in sem horf­in er af rat­sjám í Indó­nes­íu í dag er ekki af sömu gerð.

Frétt­in verður upp­færð.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka