„Tjáningarfrelsið er dautt“

Donald Trump yngri.
Donald Trump yngri. AFP

Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, hefur látið vel í sér heyra á Twitter frá því á föstudag þegar aðgangi föður hans á samfélagsmiðlinum var lokað. Var forsetinn sagður hafa átt þátt í því að öfgamenn réðust inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í kjölfarið var aðganginum lokað. 

Stuðningsmenn forsetans hafa nú margir hverjir lokað aðgangi sínum á miðlinum og notast þess í stað við miðla á borð við Gab og Parler. Er þess nú beðið að forsetinn tilkynni hvaða miðil hann muni nota til að koma á framfæri skilaboðum. 

Mao, Lenin og Stalín brosa

Á Twitter-síðu sinni segir sonur hans að tjáningarfrelsið hafi dáið vestanhafs. Þannig sé verið að reyna að þagga niður í ákveðnum hópum samfélagsins. Sakar hann tæknirisa, þar á meðal Twitter, um að hafa horn í síðu hægrimanna. 

„Heimurinn hlær nú að Bandaríkjunum. Maó, Lenín og Stalín brosa að þessu. Tæknirisarnir eru að reyna að ritskoða forseta landsins? Tjáningarfrelsið er dautt og er auk þess stýrt af fólki á vinstri væng stjórnmálanna,“ segir í tísti Tump yngri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert