Hálfs metra snjókoma í Madrid

00:00
00:00

Spán­verj­ar eru í kapp­hlaupi við tím­ann til þess að hreinsa vegi eft­ir mikla snjó­komu svo hægt sé að koma bólu­efni við Covid-19 og mat­ar­birgðum til svæða sem hafa orðið fyr­ir storm­in­um Filomena. 

Um hálfs metra snjó­koma féll í höfuðborg­inni Madrid yfir helg­ina, en meðfylgj­andi mynd­skeið sýn­ir stöðuna um helg­ina sem leið. Hið minnsta fjór­ir lét­ust í óveðrinu og þúsund­ir ferðamanna eru nú strandaglóp­ar. Hita­stig er nú víða á Spáni í kring­um mín­us átta gráður og ótt­ast veður­fræðing­ar að snjór­inn eigi eft­ir að breyt­ast í harðan klaka. 

Yf­ir­völd á Spáni hafa kallað eft­ir aðstoð lög­reglu og hers til að tryggja að hægt verði að dreifa send­ingu af 300.000 bólu­efna­skömmt­um til minni byggða. Her­menn hafa verið send­ir til að hreinsa 700 stærstu vegi lands­ins og um 3.500 tonn af salti voru flutt til Madrid. 

Alþjóðaflug­völl­ur­inn í Madrid hóf aft­ur starf­semi á sunnu­dags­kvöld eft­ir að öllu flugi á föstu­dag var af­lýst. 

Í kring­um 500 íbú­ar á Madrid-svæðinu neydd­ust til að eyða aðfaranótt laug­ar­dags í tíma­bundn­um skýl­um eft­ir að snjó­byl­ur­inn lokaði þá inni. Þá eyddu um 100 starfs­menn og viðskipta­vin­ir tveim­ur sól­ar­hring­um í versl­un­ar­miðstöð yfir helg­ina. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka