Samfélagsmiðill stuðningsmanna Trumps án hýsingar

AFP

Samfélagsmiðillinn Parler, sem notaður er af fjölda stuðningsmanna Bandaríkjaforseta, missti í dag aðgang að netþjónum sínum. Þetta gerðist degi eftir að Amazon sagði að fyrirtækið myndi ekki lengur hýsa samfélagsmiðilinn vegna aðgerðaleysis Parler þegar kom að því að fjarlægja ofbeldisfullt efni af miðlinum. 

Vefsíðan Down For Everyone Or Just Me sýnir að Parler hafi ekki verið tengdur við netkerfi síðan í morgun. Það bendir til þess að eigendur Parler hafi ekki getað fundið nýjan hýsingaraðila.

Parler gef­ur sig út fyr­ir að vera vett­vang­ur tján­ing­ar­frels­is þar sem „raun­veru­leg skoðana­skipti“ geta farið fram. Þar hafa stuðnings­menn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og þeir sem aðhyll­ast sam­særis­kenn­ing­una QAnon haft at­hvarf eft­ir að hafa verið bannaðir af öðrum sam­fé­lags­miðlum og fór und­ir­bún­ing­ur fyr­ir inn­rás­ina í þing­hús Banda­ríkj­anna í síðustu viku að hluta fram á miðlin­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert