Ákæra Trump fyrir embættisglöp

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir embættisglöp í starfi með því að hvetja til óeirða.

Þar með er ljóst að Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður fyrir embættisglöp.

Þegar næstum öll atkvæði höfðu verið talin höfðu 217 greitt atkvæði með ákæru, sem er meirihluti þeirra 433 sem sitja í fulltrúadeildinni. Að minnsta kosti 10 repúblikanar greiddu atkvæði með demókrötum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti AFP

Trump mun þurfa að standa fyr­ir máli sínu í öld­unga­deild­ þingsins en hlut­verk deild­anna er ólíkt þegar kem­ur að því að ákæra emb­ætt­is­menn fyr­ir brot í starfi. Þá gegn­ir öld­unga­deild­in hlut­verki dóm­stóls.

Ekki er búist við því að Trump verði enn í embætti forseta þegar öldungadeildin tekur málið fyrir en stutt er í að Joe Biden taki við sem Bandaríkjaforseti. 

Uppfært kl. 21.38:

Alls greiddu 232 með ákæru en 197 greiddu atkvæði gegn henni. Þar af ákváðu 10 repúblikanar greiða atkvæði með ákæru en Trump er repúblikani. Síðast þegar fulltrúadeildin ákvað að ákæra Trump greiddi enginn úr repúblikanaflokknum atkvæði með því.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í kvöld.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í kvöld. AFP
Bandaríkjaþing.
Bandaríkjaþing. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert