Bóluefni við kórónuveirunni sem kínverska lyfjafyrirtækið Sinovac framleiðir hefur reynst veita 50,4% vernd fyrir smiti. Þetta leiða nýjustu rannsóknir á bóluefninu í ljós en þær voru framkvæmdar í Brasilíu.
50% virkni er forsenda þess að bóluefni geti fengið markaðsleyfi, að því er fram kemur í frétt BBC.
Kínverska bóluefnið er annað af tveimur sem brasilísk stjórnvöld hafa samið um en Brasilía er það ríki sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum.
Indónesía, Tyrkland og Singapúr eru á meðal þeirra landa sem hafa pantað bóluefnið sem ber heitið CoronaVac.