Mun undirrita tilskipanir á innsetningardaginn

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna mun undirrita forsetatilskipanir á miðvikudag þegar hann verður svarinn í embætti. Tilskipanirnar snúa að kórónuveirufaraldrinum, hagkerfi Bandaríkjanna, hlýnun jarðar og kynþáttafordómum í Bandaríkjunum. 

„Öll þessi vandamál krefjast umsvifalausrar athygli,“ sagði Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, þegar hann tilkynnti um tilskipanirnar í dag. 

„Á fyrstu tíu dögum embættistíðar sinnar mun Joe Biden grípa til umfangsmikilla aðgerða til að vinna úr þessum vandamálum, koma í veg fyrir óafturkræfan skaða og endurbyggja stöðu Bandaríkjanna í heiminum,“ sagði Klain. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert