Nepalski fjallagarpurinn Mingma, ásamt fleiri Nepölum, nálgast nú óðfluga tind K2 en þeir eiga aðeins 200 metra ófarna á toppinn samkvæmt færslu Nims á Facebook upp úr klukkan 8 í morgun.
Ef þeim tekst ætlunarverkið verða þeir fyrstir til þess að klífa K2 að vetrarlagi en John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður komst í þriðju búðir á K2 í gær ásamt Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, feðgunum sem fylgja honum. John Snorri greinir frá þessu á Facebook.
Hér er hægt að lesa nánar um Mingma en fréttin hefur verið leiðrétt.
We are now 200m away to make Nepal n climbing community proud. #Nepalese_Team_Winter_K2 #imagine_Nepal #Sherpa #Pakistan #Nepal #Nepalese_Sherpa #Team #K2 #K2_winter
Posted by Mingma G on Laugardagur, 16. janúar 2021