„Samfélagið er bara eyðilagt“

Séra Gunnar Már Kristjánsson, þjónandi prestur í Vågan í Nordland-fylki …
Séra Gunnar Már Kristjánsson, þjónandi prestur í Vågan í Nordland-fylki í Noregi, segir samfélagið bugað eftir eldsvoðann í gærnótt og nú vinni fjórir prestar auk tuga annarra fagaðila að því að styðja við íbúana sem hafi fá svör við ótal spurningum. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru eig­in­lega eng­in orð sem maður get­ur gripið til, sam­fé­lagið hérna er bara eyðilagt,“ seg­ir séra Gunn­ar Már Kristjáns­son í sam­tali við mbl.is, þjón­andi prest­ur í Våg­an í Nor­d­land-fylki í Nor­egi, þar sem elds­voði í sum­ar­bú­stað kostaði fimm manns lífið í Risøyhamn á Andøy í gærnótt, þar af fjög­ur börn.

Séra Gunn­ar hef­ur þjónað sókn­ar­börn­um í Våg­an, um það bil 11.000 íbúa sam­fé­lagi, um eins árs skeið, en var áður prest­ur í Lofoten í fjög­ur ár.

„Þetta eru fjög­ur börn und­ir sex­tán ára aldri og þetta snert­ir tvö sam­fé­lög hérna djúpt, þetta er al­veg hrika­legt,“ seg­ir séra Gunn­ar og á við Svolvær og Henn­ingsvær. Hann, ásamt þrem­ur öðrum prest­um, hef­ur ekki unnað sér mik­ill­ar hvíld­ar síðan í gær­morg­un.

50 fagaðilar á svæðinu

„Við erum búin að vera á fullu hérna og höf­um verið að tala við fjöl­skyld­ur og nem­end­ur og starfs­fólk skól­anna hérna og reyn­um bara að mæta sem flest­um,“ seg­ir séra Gunn­ar frá og ber áfalla­hjálp­ar­t­eymi sveit­ar­fé­lags­ins mjög vel sög­una, en auk þess hafi Rauði kross­inn lagt gjörva hönd á plóg og allt í allt um 50 fagaðilar sem að sögn séra Gunn­ars hafa komið að því að aðstoða bugað sam­fé­lag eft­ir at­b­urð sem seint mun falla í gleymsk­unn­ar dá.

„Hér eru sál­fræðing­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar auk okk­ar prest­anna, um­fangið er svo mikið, sér­stak­lega hvað varðar börn­in sem tengj­ast þeim sem voru í bú­staðnum, utan um þau þarf að halda vel og við höf­um fengið hingað barna­vernd­ar­nefnd og barna­sál­fræðing okk­ur til fullting­is,“ seg­ir prest­ur­inn.

Svolvær-kirkja gnæfir yfir Svolvær í Vågan. Dyr hennar og kirkjunnar …
Svolvær-kirkja gnæf­ir yfir Svolvær í Våg­an. Dyr henn­ar og kirkj­unn­ar í Henn­ingsvær voru opnaðar syrgj­andi bæj­ar­bú­um í gær og þeim boðið upp á kaffi, spjall og sam­veru. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Hann seg­ir nán­ustu ætt­ingja fólks­ins njóta for­gangs og byrjað hafi verið á að til­kynna þeim hvað gerst hefði og tryggja að kring­um þá væru vin­ir og ætt­ingj­ar til að veita þann stuðning sem hægt er. „Þegar því var lokið voru skól­arn­ir opnaðir og þangað komu bekk­irn­ir sem þessi börn voru í, þetta eru fjór­ir bekk­ir sem þetta snert­ir beint svo það var mik­ill fjöldi auk þess sem for­eldr­ar komu auðvitað með. Við vor­um þarna sam­an í tvo tíma,“ lýs­ir séra Gunn­ar fyrstu skref­um hjálp­ar­starfs­ins eft­ir að ótíðind­in bár­ust í gær.

„Hef­ur maður ein­hvern tím­ann fengið nóg?“

Eru prest­ar al­mennt vel í stakk bún­ir til að veita þá hjálp sem þörf er á þegar slík­ur harm­ur er kveðinn að sam­fé­lagi?

„Við fáum nátt­úru­lega þjálf­un í svona vinnu, en hversu mik­il hún er, ja, hef­ur maður ein­hvern tím­ann fengið nóg?“ spyr séra Gunn­ar á móti. „All­ir upp­lifa sig litla í svona aðstæðum, þú hef­ur eng­in orð sem geta tekið burt sárs­auk­ann sem fólk er að upp­lifa. Þetta snýst aðallega um að staðfesta sorg­ina sem fólkið er í og hjálpa því að skapa ör­ygg­is­net í kring­um sig, að fólk geti fundið ein­hvern stað þar sem það get­ur hist og til þess höf­um við notað kirkj­urn­ar. Fólk kem­ur þangað, kveik­ir ljós, fær kaffi­bolla, sókn­ar­nefnd­ar­fólkið hef­ur verið hérna og hellt upp á kaffi og boðið upp á spjall,“ seg­ir séra Gunn­ar og kveður sam­stöðu litla sam­fé­lags­ins í Norður-Nor­egi þétta á ög­ur­stundu.

„Sam­hug­ur­inn hérna er svo mik­ill, all­ir eru að hjálpa til, kven­fé­lagið hérna í Svolvær kom og eldaði mat handa öll­um sem eru að vinna í þessu, maður gleym­ir oft að borða í svona og hér hef­ur verið passað vel upp á okk­ur, en auðvitað er eng­inn til­bú­inn fyr­ir eitt­hvað svona, þetta er bara svo mikið,“ seg­ir hann enn frem­ur.

Frá vettvangi brunans í gær. Séra Gunnar Már segir alla …
Frá vett­vangi brun­ans í gær. Séra Gunn­ar Már seg­ir alla upp­lifa sig litla í kjöl­far þessa voðaat­b­urðar. Ljós­mynd/​Lög­regl­an í Nor­d­land

Hlut­verk prest­anna sé að miklu leyti að hlusta á fólk, ótal spurn­ing­ar brenni á því um ör­lög sveit­unga sinna og vina. „Lög­regl­an get­ur engu svarað strax um hvað gerðist, hverj­ar aðstæður hefðu verið og hvort fólkið hefði verið með meðvit­und eða dáið í svefni og fyrst um sinn er maður aðallega til staðar og að reyna að róa fólk og fá það til að vera ekki að gera sér ein­hverj­ar hug­mynd­ir um hvað gerðist þarna.“

Fara gegn­um til­finn­ing­ar og upp­lif­an­ir

Séra Gunn­ar seg­ir nú unnið að því að und­ir­búa morg­undag­inn í skól­un­um, hjálpa kenn­ur­um og skóla­stjór­um að gera áætlan­ir auk þess sem prest­ar og aðrir fagaðilar verði áfram með nán­ustu fjöl­skyld­ur. „Núna lifa krakk­ar líka á net­inu og eru í hóp­um þar svo við erum að reyna að finna út hversu virk þau [börn­in fjög­ur í bú­staðnum] voru þar,“ seg­ir prest­ur­inn sem kveðst ekki hafa staðið frammi fyr­ir áfalli í lík­ingu við þetta á sín­um starfs­ferli.

Hvernig skyldi hon­um ganga að vinda ofan af sjálf­um sér eft­ir vinnu á borð við þá sem þessi helgi hef­ur haft í för með sér?

„Við prest­arn­ir höld­um stöðufund eft­ir hvern dag þar sem við för­um gegn­um til­finn­ing­ar okk­ar, upp­lif­an­ir og hvar við stönd­um. Mitt net er svo auðvitað líka kon­an mín og fjöl­skyld­an mín. En ég verð líka að nefna áfalla­hjálp­ar­t­eymið hérna sem hef­ur passað mjög vel upp á að við fáum hvíld og borðum. Þetta get­ur mjög fljótt farið út í að þú sért bara að hoppa milli staða og stopp­ar aldrei til þess að hugsa um það sem þú ert bú­inn að ganga í gegn­um,“ seg­ir séra Gunn­ar.

Láta fólk finna að það standi ekki eitt

Hann seg­ir lang­an tíma munu líða þar til takt­ur­inn verði orðinn eðli­leg­ur í sam­fé­lag­inu. Al­var­legt slys hafi orðið á svæðinu fyr­ir tveim­ur árum þegar fjöl­skylda ók út í sjó og þrjú börn lét­ust og því skammt stórra högga á milli. Þar hafi þó verið á ferð fjöl­skylda af er­lendu bergi brot­in sem þar af leiðandi hafði ekki eins sterk og djúp tengsl inn í sam­fé­lagið og nú er.

Hvað er fram und­an það sem eft­ir lif­ir þessa sunnu­dags?

„Þegar ég er bú­inn að tala við þig fer ég út í Henn­ingsvær-kirkju, opna hana og tek á móti fólki þar. Svo er það stöðufund­ur okk­ar prest­anna klukk­an átta og svo aðstand­end­ur seinna í kvöld. Nú skipt­ir höfuðmáli að halda utan um fólkið okk­ar eft­ir það sem gerðist og láta það finna að það standi ekki eitt,“ seg­ir séra Gunn­ar Már Kristjáns­son að lok­um, þjón­andi prest­ur í Våg­an í Nor­d­land-fylki í Nor­egi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka