102 smit rakin til heilsufyrirlesara

Grímuklætt fólk í borginni Wuhan í Kína. Þar greindist kórónuveiran …
Grímuklætt fólk í borginni Wuhan í Kína. Þar greindist kórónuveiran fyrst seint á árinu 2019. AFP

Kín­versk heil­brigðis­yf­ir­völd segj­ast hafa rakið 102 kór­ónu­veiru­smit til „of­ur­dreifara“ veirunn­ar, 45 ára gam­als karl­manns sem ferðaðist um norðaust­ur­hluta lands­ins og flutti fyr­ir­lestra um heilsu. 

Guar­di­an grein­ir frá þessu í lif­andi frétt­a­streymi.

73 ný kór­ónu­veiru­smit voru skráð í héraðinu Jil­in, sem deil­ir landa­mær­um með Norður-Kór­eu, þar af 63 ein­kenna­laus til­felli. Öll nema eitt ein­kenna­lausu til­fell­anna má rekja til manns­ins sem ferðaðist um í lest­um í Har­bon, höfuðborg Heilongjiang-héraðs, og borg­un­um Changchun, Tong­hua og Gongzhul­ing, sem all­ar eru í Jil­in. 

Kín­versk­ir miðlar greindu frá því að maður­inn hefði haldið fjóra fyr­ir­lestra í tveim­ur heilsu­klúbb­um í Gongzhul­ing og Tong­hua frá 8. til 11. janú­ar. 

Veir­an á upp­leið í Kína

79 þeirra 102 smita sem rekja má til manns­ins komu upp á meðal fólks sem mætti á fyr­ir­lestra hans. Hin 23 smit­in komu svo upp hjá aðilum sem tengd­ust þeim sem á fyr­ir­lestr­ana mættu. 

Kína tekst nú á við mik­inn upp­gang far­ald­urs­ins og hef­ur ástandið ekki verið svo slæmt síðastliðna tíu mánuði. Fleiri en 100 til­felli hafa verið til­kynnt í Kína sex daga í röð. Far­ald­ur­inn er alls ekki í jafn mikl­um hæðum og í byrj­un síðasta árs en kín­versk yf­ir­völd hafa áhyggj­ur af þróun mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka