Þinghúsið Capitol hill í Washington í Bandaríkjunum, þar sem undirbúningur fyrir innsetningarathöfn Joes Bidens verðandi forseta Bandaríkjanna fer fram, hefur verið rýmt vegna öryggisástæðna.
Innsetningarathöfnin á að fara fram á miðvikudaginn næstkomandi og var æfingum sem fara áttu fram í dag aflýst.
Þinghúsið, sem æstur múgur réðst inn í hinn 6. janúar sl., og nærliggjandi svæði hafa verið rýmd og vitni segjast sjá reyk stíga úr nærliggjandi húsi.