Yfirvöld á Túnis hafa handtekið yfir 600 borgara og sent út herlið vegna óeirða í fjölmörgum borgum.
Útgöngubann var sett á á Túnis síðastliðinn fimmtudag. Þrátt fyrir það hafa mótmælendur, aðallega ungt fólk, safnast saman síðustu daga.
632 hafa verið handteknir, flestir á aldrinum 15 til 25 ára, fyrir íkveikjur og að koma fyrir tálmum og hindra þannig för öryggissveita.
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert hagkerfi Túnis, sem var í bágri stöðu fyrir, enn verr á sig komið. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er gríðarlegt og fjölmargir hafa yfirgefið landið.
Mannréttindasamtökin Amnesty International segir að flestir hinna handteknu séu börn á aldrinum 14 til 15 ára. Samtökin hvetja stjórnvöld til að láta af ofbeldi í garð mótmælenda.