Rúmlega 400.000 dauðsföll í Bandaríkjunum

Frá sýnatöku í New York-ríki.
Frá sýnatöku í New York-ríki. AFP

Staðfest kór­ónu­veiru­smit í Banda­ríkj­un­um eru 24,7 milljónir og dauðsföll vegna veirunnar eru rétt rúmlega 400.000, samkvæmt tölum frá John Hopkins háskóla.

Sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna, CDC, spáir því að dauðsföllin gætu orðið alls 477.000 6. febrúar.

Ekki eru nema fimm vikur síðan dauðsföllin voru alls 300.000 vestanhafs og spá ýmsir sérfræðingar því að alls muni hálfa milljón manna hafa látist af völdum veirunnar þegar febrúar er allur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert