Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, tilnefndi í dag Rachel Levine sem aðstoðarheilbrigðisráðherra. Levine verður þannig fyrsta transkonan sem starfar innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna, samþykki öldungadeildin tilnefningu hennar.
„Levine mun færa stöðuga forystu og nauðsynlega sérþekkingu sem við þurfum á að halda til þess að koma þjóðinni í gegnum faraldurinn,“ sagði Biden um málið í tilkynningu.
„Um er að ræða sögulegt val og er Levine mjög hæf til þess að hjálpa okkur að leiða heilbrigðismálin áfram.“
Levine leiðir sem stendur heilbrigðismál í Pennsilvaníu. Þá er hún prófessor barnalækningum og geðlækningum við læknadeild Penn ríkisháskólans.