Hulunni svipt af egypskum fornmunum

Leitin að fornmunum í Egyptalandi tekur seint enda og á dögunum var hulunni svipt af fjölda fornmuna sem fundust við Saqqara grafreitinn sem stóð við hina fornu höfuðborg Memfis. Þar á meðal var 3000 ára gamall sarkófagi.  

Þrjú þúsund ára gamall sarkófagi sem fannst í Saqqara var …
Þrjú þúsund ára gamall sarkófagi sem fannst í Saqqara var kynntur af fornleifafræðingum í Egyptalandi um helgina. AFP

Í Saqqara var fjöldi pýramída, mustera og dýragrafreita. Það var fornleifafræðingurinn Zahi Hawass sem fer fyrir uppgreftrinum og hann segir munina og byggingarnar sem hafa fundist í Saqqara vera afar merkilega og varpa nýju ljósi á fornmenningu Egypta. Fleiri en 50 sarkófagar úr timbri hafa fundist en þeir eru frá 16.-11. öld fyrir Krist.

Þessi steinmynd er einn þeirra muna sem fornleifafræðingar kynntu.
Þessi steinmynd er einn þeirra muna sem fornleifafræðingar kynntu. AFP

Alls hafa fundist 22 grafhýsi í Saqqara í uppgreftrinum. „Ein þeirra tilheyrði hermanni og við fundum öxina sem hann notaði í bardögum,“ segir Hawass í samtali við AFP fréttaveituna. 

Zahi Hawass er einn helsti sérfræðingur heims í fornegypskum fræðum. …
Zahi Hawass er einn helsti sérfræðingur heims í fornegypskum fræðum. Hér sést hann í Saqqara, skammt frá grafhýsi Naert drottningar sem er um 2500 ára gamalt. AFP

Þá fannst sarkófagi úr steini og fimm metra langur papírus með sautjánda kafla í Bók hinna dauðu, grímur, trébátar og heimildir um leiki Egypta til forna. Fundurinn þykir ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að vanalega finnast heimildir og fornminjar á svæðinu sem eru um þúsund árum yngri.

Einungis er talið að um 30% af fornmunum á svæðinu hafi komið ljós og því er enn mikið verk fyrir höndum. 

Djoser pýramídinn er í Saqqara.
Djoser pýramídinn er í Saqqara. AFP
Grafreiturinn í Saqqara hefur auðgað þekkingu á menningu Egyptalands til …
Grafreiturinn í Saqqara hefur auðgað þekkingu á menningu Egyptalands til forna. Uppgröfturinn er umfangsmikill og fjöldi verkamanna koma að honum. AFP
VIðarkista sem fannst í uppgreftrinum.
VIðarkista sem fannst í uppgreftrinum. AFP
Ef þessi múmía gæti nú bara talað.
Ef þessi múmía gæti nú bara talað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert