Mikill eldsvoði braust út í byggingu stærsta bóluefnaframleiðanda heims fyrr í dag. Byggingin sem um ræðir hýsir stofnunina Serum og er staðsett í Indlandi. Myndir af vettvangi sýna mikinn reyk berast út um glugga byggingarinnar.
Adar Poonawalla, forstjóri Serum, tjáði sig um brunann á Twittersíðu sinni eftir að útlit var fyrir að starfsfólkið hefði sloppið. Síðar kom þó í ljós að fimm létu lífið í brunanum. „Ég vil þakka öllum sem hafa beðið fyrir okkur. Mikilvægasta er að enginn hefur látið lífið eða slasast alvarlega vegna elsvoðans þrátt fyrir að nokkrar hæðir hafi brunnið.“
Thank you everyone for your concern and prayers. So far the most important thing is that there have been no lives lost or major injuries due to the fire, despite a few floors being destroyed.
— Adar Poonawalla (@adarpoonawalla) January 21, 2021
Umrætt fyrirtæki framleiðir mánaðarlega um fimmtíu milljónir bóluefnaskammta. Bóluefnið sem hjá þeim er framleitt er frá AstraZeneca og Oxford, en það er þó framleitt á öðrum stað á svæðinu. Ekkert hökt verður því á bóluefnaframleiðslu.
Anguished by the loss of lives due to an unfortunate fire at the @SerumInstIndia. In this sad hour, my thoughts are with the families of those who lost their lives. I pray that those injured recover at the earliest.
— Narendra Modi (@narendramodi) January 21, 2021