Bill Gates bólusettur við veirunni

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

„Einn af kostum þess að vera 65 ára er að nú get ég lögum samkvæmt fengið bóluefni gegn kórónuveirunni,“ ritar milljarðamæringurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates, á twittersíðu sinni. 

Er um að ræða fyrri skammt af bóluefni lyfjarisans Pfizer, en ekki hefur verið greint frá því hvenær Gates fær síðari skammtinn. Tvo skammta þarf til vilji fólk ná yfir 90% vörn gegn veirunni. 

Milljarðamæringurinn hefur lagt mikið fé til baráttunnar. Alls hafa hafa hjónin, hann og Melinda Gates, sett um 250 milljarða í þróun bóluefna. Vonast þau til að með því verði hægt að hraða þróun og dreifingu bóluefna um heim allan. 

Í tístinu segir Gates að sér líði vel eftir fyrri skammtinn. Þá vilji hann færa vísindamönnum, löggjöfum, framlínufólki og fleirum miklar þakkir fyrir þeirra framlag í baráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert