Forseti Póllands kallar eftir þvingunum

Frá mótmælum gegn Pútín Rússlandsforseta í Moskvu um helgina.
Frá mótmælum gegn Pútín Rússlandsforseta í Moskvu um helgina. AFP

Andrzej Duda, forseti Póllands, kallar eftir því að Evrópusambandið auki á efnahagsþvinganir í garð Rússa í kjölfarið á handtöku rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Financial Times greinir frá.

„Eina leiðin til að forðast átök er að tryggja að alþjóðalög séu virt í landinu. Eina leiðin til að gera það án þess að grípa til vopna er með efnahagsþvingunum. Við erum tilbúin að reyna að ná samstöðu um það,“ sagði Duda við miðilinn í dag.

Ætti að endurskoða fyrirætlanir sínar

Duda sagði einnig að Josep Borrell, utanríkisstjóri Evrópusambandsins, ætti að endurskoða fyrirætlanir sínar um að heimsækja Rússland í næsta mánuði nema Navalní verði sleppt.

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funda á mánudag til að ræða viðbrögð við handtöku Navalní, en hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi að kvöldi 17. janúar. Þúsundir hafa verið handteknar í mótmælum í Rússlandi um helgina.

Navalní leiddur út af lögreglustöð eftir að hafa verið úrskurðaður …
Navalní leiddur út af lögreglustöð eftir að hafa verið úrskurðaður í 30 daga varðhald. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert