Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur snúið við ákvörðun forvera síns, Donalds Trumps, um bann við þátttöku transfólks í bandaríska hernum. Biden segir alla Bandaríkjamenn hæfa til að þjóna í hernum geti þeir það.
„Trans-meðlimir munu ekki lengur þurfa að eiga á hættu að vera leystir frá störfum vegna kynvitundar sinnar,“ segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.
Ákvörðunin var fullgilt með svokallaðri forsetaskipun af Joe Biden fyrr í dag. Þar með hefur umdeildri ákvörðum Donalds Trumps frá árinu 2017 verið snúið. Þá bannaði hann nokkurri transmanneskju að starfa fyrir herinn á nokkurn hátt.