Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér á morgun, þriðjudag, í kjölfar gagnrýni á viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Yfir 85 þúsund Ítalir hafa látist af völdum Covid-19.
Conte vonast til þess að fá umboð forseta Ítalíu til þess að mynda ríkisstjórn að nýju, eftir að ríkisstjórn hans missti meirihluta sinn á ítalska þinginu. Nái Conte ekki að mynda ríkisstjórn eru allir líkur á að boðað verði til kosninga.
Fram kemur á BBC að Conte fundi með ráðherrum sínum í fyrramálið og upplýsir þá um afsögn sína.
Conte, sem hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2018, stóð af sér vantrauststillögu á ítalska þinginu í síðustu viku.