Forsætisráðherra Thüringen í þýskalandi hefur komist í hann krappan í kjölfar þess að hann viðurkenndi á spjallrás, sem hann taldi lokaða, að hann spilaði Candy Crush á samhæfingarfundum Angelu Merkel vegna kórónuveirufaraldursins.
Bedo Ramelow taldi sig vera á lokuðum spjallfundi á forritinu Clubhouse þegar hann sagði að sumir leystu sudoku-þrautir, aðrir spiluðu skák eða skrafl í farsímum sínum og að hann spilaði Candy Crush á fundunum, sem stundum teygðust klukkustundum saman.
Þá kallaði Ramelow Merkel „Merkelchen“, sem þýðist nokkurn veginn sem „Merkel litla“, á spjallrásinni.
Ramelow hefur beðist afsökunar á illmælginu og viðurkennt í twitterfærslu að það að tala svona niður til kanslarans sé karlremba.
Talsmaður Merkel segir að atvikið tali fyrir sig sjálft og krefjist ekki athugasemdar frá kanslaranum.