Varð hugfangin af Íslandi

Veröld sem var. Gunhild við Tjörnina í Reykjavík í fyrstu …
Veröld sem var. Gunhild við Tjörnina í Reykjavík í fyrstu Íslandsheimsókn sinni sumarið 1983. Áhrifin af landi og þjóð voru svo djúpstæð að hún segir fyrstu upplifun sína af Íslandi enn þann dag í dag stærstu stund lífs síns. Ljósmynd/Aðsend

Á föstu­dag­inn fyr­ir rúmri viku lagði Gun­hild Kværness, mál­fræðing­ur og aðstoðarpró­fess­or í norsku við Há­skól­ann í Ham­ar í Inn­land­et-fylki, norður af Ósló, fram doktors­rit­gerð sína sem fjall­ar um viðhorf ung­menna gagn­vart norsk­um framb­urðar­mál­lýsk­um með áherslu á fjór­ar mis­mun­andi mál­lýsk­ur, enda óvar­legt að fær­ast öllu meira í fang í landi þar sem eng­um hef­ur enn tek­ist að slá tölu á fjölda málaf­brigða svo hengja megi hatt sinn á.

Gun­hild, sem verður nefnd for­nafni í þessu viðtali að ís­lensk­um sið, enda mik­ill Íslands­vin­ur og tal­ar nán­ast reiprenn­andi ís­lensku, sendi árið 2014 frá sér bók­ina Leve dialekten – En språkreise, eða Lifi mál­lýsk­an – Ferðalag um málið, þar sem hún ræddi við 14 þjóðþekkta Norðmenn um viðhorf þeirra til tal­máls­ins auk þess að reyna að „lauma inn einni lít­illi sögu frá Íslandi í hverj­um kafla,“ en Gun­hild, sem einnig er menntaður leik­ari frá Leik­list­ar­há­skóla rík­is­ins í Ósló, bjó í tvígang á Íslandi, árin 1986 – '88 og 2000 – 2002, við ís­lensku­nám, kennslu, þýðing­ar, eft­ir­minni­legt starf á umönn­un­ar­heim­il­inu Grund og margt fleira.

Íslensk­ur kær­asti varð kveikj­an

Áður en að doktor­s­verk­efn­inu kem­ur, og ekki síður at­hygl­is­verðu riti Gun­hild frá ár­inu 1996, Blote kan ein gj­ere om det ber­re skjer i løynd, eða Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, þar sem hún fjall­ar um Krist­inna laga þátt Grágás­ar og skoðar tengsl ís­lenskra og norskra laga, lang­ar blaðamann að for­vitn­ast um Ísland­s­æv­in­týri Gun­hild í tveim­ur þátt­um með rúm­lega tíu ára milli­bili.

„Fyrst þegar ég kom til Íslands kom ég sem leiðsögumaður, þá átti ég ís­lensk­an kær­asta og var mjög spennt að heim­sækja landið,“ seg­ir Gun­hild þar sem við sitj­um upp úr há­degi, ís­kald­an laug­ar­dag í janú­ar, á pizz­astaðnum Il Teatro í vina­lega smá­bæn­um Ham­ar, rúma 100 kíló­metra norður af höfuðborg­inni. Viðtalið fer fram á norsku af ein­skærri til­lit­semi við viðmæl­and­ann, en sím­tal nokkr­um dög­um áður al­farið á ís­lensku sem Gun­hild hef­ur afar gott vald á, jafn­vel beyg­ing­um nafn­orða.

Með hóp norskra ferðamanna í ökuferð um Ísland sumarið 1983. …
Með hóp norskra ferðamanna í öku­ferð um Ísland sum­arið 1983. Oft þurfti að gera hlé á akstr­in­um og verka fram­lag ramm­ís­lenskra mal­ar­vega af glugg­um svo hægt væri að tala um út­sýn­is­ferð. Ljós­mynd/​Aðsend

Kærast­inn, sem Gun­hild kynnt­ist í Ósló árið 1981, var Magnús H. Guðjóns­son sem nam þar dýra­lækn­ing­ar. Þessi fyrsta Íslands­heim­sókn átti sér stað snemma á ní­unda ára­tugn­um, árið 1983 þegar hún kom sjó­leiðina til Seyðis­fjarðar með hóp norskra ferðamanna, þó ekki sem eig­in­leg­ur leiðsögumaður, held­ur „hóp­stjóri“ seg­ir viðmæl­and­inn á lýta­lausri ís­lensku. Sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um urðu sjálf­ir far­ar­stjór­arn­ir að vera ís­lensk­ir. „Þegar við kom­um til Seyðis­fjarðar kom ís­lensk­ur far­ar­stjóri inn í rút­una og ég sett­ist bara hjá farþeg­un­um,“ rifjar Gun­hild upp.

Féll í stafi

Fyrstu tengsl­in við Ísland höfðu djúp­stæð áhrif á Gun­hild sem seg­ist hafa orðið fyr­ir hreinni upp­ljóm­un. „Við ókum til Lauga og gist­um á Eddu­hót­el­inu þar og upp­lif­un­in var ólýs­an­leg, bjart all­an sól­ar­hring­inn og nátt­úr­an stór­feng­leg, en á allt ann­an hátt en hérna í Nor­egi. Þessi fyrsta heim­sókn mín til Íslands er enn þann dag í dag mín stærsta upp­lif­un í líf­inu,“ seg­ir Gun­hild dreym­in. „Um jól­in var mér svo boðið til Íslands þar sem ég hélt jól með Magnúsi og fjöl­skyldu hans sem var ógleym­an­legt, mjög ólíkt norsku jóla­haldi.“

Ískaldur laugardagur í janúar 2021 á Domkirkeodden í hinu ægifagra …
Ískald­ur laug­ar­dag­ur í janú­ar 2021 á Dom­kir­keodd­en í hinu ægifagra bæj­ar­fé­lagi Ham­ar rúma 100 kíló­metra norður af Ósló. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Hún hafi þá þegar ákveðið að hún yrði að fá að upp­lifa bú­setu á Íslandi auk þess að læra tungu­málið, en Gun­hild hafði þá lagt stund á nám í norskri mál­fræði og bók­mennt­um við Há­skól­ann í Ósló sem hún svo gerði hlé á og lauk þriggja ára leik­list­ar­námi áður en hún venti kvæði sínu í kross, skráði sig í ís­lensku fyr­ir er­lenda stúd­enta, fékk her­bergi í kjall­ar­an­um á Nýja-Garði og steig um borð í nýja til­veru.

„Það var nú meira partýið þar stund­um,“ rifjar Gun­hild upp, „eða alla vega um helg­ar. Við nem­end­urn­ir frá Norður­lönd­un­um vor­um líka mikið í Nor­ræna hús­inu. Þar voru mjög oft fyr­ir­lestr­ar og alls kon­ar nor­ræn­ar menn­ing­ar­uppá­kom­ur sem við sótt­um mikið og þar var hægt að fá „heitt súkkulaði með rjóma“,“ rifjar Gun­hild upp og nefn­ir drykk­inn á ís­lensku með óaðfinn­an­leg­um framb­urði. Hún bæt­ir því við að sunnu­dag­arn­ir á Nýja-Garði hafi nú ekki alltaf verið skemmti­leg­asti tími vik­unn­ar.

„Stund­um var veðrið þannig að maður hafði sig hrein­lega ekki í að rölta niður í bæ og þá var upp­lagt að fara bara yfir göt­una og hitta aðra nem­end­ur frá Skandi­nav­íu í Nor­ræna hús­inu, við upp­lifðum okk­ur eig­in­lega öll frá einu og sama land­inu þegar við vor­um á Íslandi,“ seg­ir Gun­hild og hlær yfir minn­ing­unni.

Hraðbyr í menn­ing­ar­lífið

Hún ber nám­inu við HÍ nokkuð vel sög­una en ját­ar fús­lega að mesta ís­lensku­námið hafi þó í raun átt sér stað í fé­lags­líf­inu, því Gun­hild rann eins og bráðið smjör inn í helg­ustu vé ís­lensks skemmt­ana­sam­fé­lags, næt­ur- og menn­ing­ar­lífs. Var það bara eins og að skreppa á póst­húsið fyr­ir 26 ára gaml­an norsk­an nem­anda í ís­lensku fyr­ir er­lenda stúd­enta?

„Já, reynd­ar, en að því er þó for­máli,“ svar­ar Gun­hild og glott­ir við tönn. „Ég hafði í raun heil­mik­il tengsl við Ísland áður en ég flutti þangað og hélt góðu sam­bandi við fjöl­skyldu Magnús­ar þótt sam­bandi okk­ar hafi þá verið lokið,“ seg­ir hún. Tengslanetið var þó enn víðtæk­ara, þökk sé meðal ann­ars leik­list­ar­nám­inu þótt Gun­hild hafi raun­ar ákveðið að því loknu að hún hefði eng­an áhuga á að starfa á þeim vett­vangi.

Í kaffispjalli með Bryndísi Bragadóttur leikkonu í Íslandsheimsókn árið 1995. …
Í kaffispjalli með Bryn­dísi Braga­dótt­ur leik­konu í Íslands­heim­sókn árið 1995. Gun­hild kynnt­ist Bryn­dísi á leik­list­ar­hátíð í Gauta­borg vorið 1985 og fylgdi henni um lend­ur reyk­vísks menn­ing­ar- og list­a­lífs eft­ir að til Íslands var komið árið eft­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég sótti einu sinni leik­list­ar­hátíð í Gauta­borg og kynnt­ist þar Bryn­dísi Braga­dótt­ur leik­konu. Þegar ég svo kom til Íslands tók hún á móti mér og kynnti mig fyr­ir fólki í henn­ar kreðsum í Reykja­vík. Þar leiddi svo eitt af öðru, þarna var ég auðvitað ný­út­skrifuð úr leik­list­ar­há­skóla í Ósló og þannig at­vikaðist það að Sveinn Ein­ars­son [leik­stjóri, rit­höf­und­ur og þjóðleik­hús­stjóri] bauð mér sem gesta­nem­anda í ljóðal­estr­ar­tíma sína í Leik­list­ar­skól­an­um,“ seg­ir Gun­hild af kynn­um sín­um við leik­hús­kima ís­lensks menn­ing­ar­lífs.

„Þú get­ur rétt ímyndað þér hversu mörgu spenn­andi fólki ég kynnt­ist þarna. Gegn­um þau tengsl komst ég einnig í kynni við Vísna­vini auk þess sem ég eignaðist mjög góða vini í Önnu Pálínu [Árna­dótt­ur heit­inni, söng- og dag­skrár­gerðar­konu] og Aðal­steini Ásberg [Sig­urðssyni, rit­höf­undi og tón­list­ar­manni] og Her­dísi Hall­v­arðsdótt­ur og Gísla Helga­syni [tón­listar­fólki]. Þau mættu öll fjög­ur þegar ég hélt upp á fer­tugsaf­mælið mitt á Íslandi löngu seinna,“ seg­ir Gun­hild og vís­ar til Íslands­tíma­bils síns hins síðara.

Í tón­leika­ferð með Bubba og Megasi

Tengslanetið og vin­skap­ur­inn sem Bryn­dís opnaði dyrn­ar að var þó ekki það eina, Gun­hild átti auðvelt með að kynn­ast Íslend­ing­um í Ósló og í þann hóp féll Guðrún Pét­urs­dótt­ir, lífeðlis­fræðing­ur og síðar for­setafram­bjóðandi, sem var við doktors­nám í tauga­lífeðlis­fræði við Há­skól­ann í Ósló á ní­unda ára­tugn­um og varð þeim Gun­hild vel til vina.

„Ég kalla hana stóru syst­ur mína, hún er akkúrat tíu árum eldri en ég – og tíu árum klár­ari,“ bæt­ir Gun­hild við sposk á svip. „Guðrún var mjög ör­lát á að lána mér ís­lensku vin­ina sína. Hún kynnti mig til dæm­is fyr­ir Megasi og fjöl­mörgu öðru spenn­andi fólki og það var nú al­deil­is upp­hefð þegar Bubbi Mort­hens og Megas buðu mér með sér í tón­leika­ferðalag norður á land 1987.“

Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar, var frumsýnd laugardaginn 14. febrúar …
Kvik­mynd Friðriks Þórs Friðriks­son­ar, Skytt­urn­ar, var frum­sýnd laug­ar­dag­inn 14. fe­brú­ar 1987. Gun­hild ræðir hér við Magnús Þór Jóns­son, Megas, í frum­sýn­ing­ar­teiti að kvöldi dags. Ljós­mynd/​Aðsend

Norðmaður­inn seg­ist hafa kastað sér út í að til­einka sér ís­lensk­una frá fyrsta degi, lært af sjón­varp­inu og vin­um auk þess að stunda há­skóla­námið. „Auðvitað eru beyg­ing­arn­ar erfiðast­ar, við erum ekki með nein föll í norsku og þetta þótti mér mik­il áskor­un. Maður reyndi oft að svindla sér fram hjá því að beygja með því að hagræða bara orðaröðinni þannig að nafn­orð væru í nefni­falli,“ seg­ir Gun­hild og hlær hjart­an­lega að minn­ing­unni um vand­ræðal­eg­ar búðaferðir og fleiri uppá­kom­ur í ár­daga Íslands­dval­ar henn­ar.

Ekki dugði þó að láta smá­muni á borð við beyg­ing­ar nafn­orða hindra óskoraða þátt­töku í sam­fé­lag­inu, Gun­hild skirrðist ekki við að leggja til at­lögu við ís­lensk­an vinnu­markað og kenndi norsku við Náms­flokka Reykja­vík­ur auk þess að kenna grunn- og fram­halds­skóla­nem­end­um málið, þeim sem höfðu búið í Nor­egi og fengu að leggja stund á norsku í stað hefðbund­ins dönsku­náms.

Ráðskon­an á Grund

Einnig kenndi Gun­hild norsku við HÍ und­ir stjórn Osk­ar Vist­dal sem gegndi stöðu lektors í norsku við skól­ann um sjö ára skeið. „Sam­tím­is því var hann kenn­ar­inn minn í forn­ís­lensku. Osk­ar er ákaf­lega dug­leg­ur maður og hjálpaði mér mikið. Og reynd­ar ger­ir hann það enn, hann er ný­bú­inn að próf­arka­lesa doktors­rit­gerðina mína,“ seg­ir Gun­hild sem lagði verkið fram dag­inn áður en viðtalið var tekið, eft­ir þriggja ára yf­ir­legu.

Níundi áratugurinn var ekki allur í fókus og það er …
Ní­undi ára­tug­ur­inn var ekki all­ur í fókus og það er þessi mynd ekki held­ur en fær að vera með sagn­fræðinn­ar vegna. Bubbi og Megas buðu Norðmann­in­um unga með sér í tón­leika­ferðalag um Norður­land árið 1987 sem að henn­ar sögn var ógleym­an­leg upp­lif­un. Ljós­mynd/​Aðsend

Vist­dal hef­ur feng­ist mikið við þýðing­ar og meðal ann­ars þýtt verk Gyrðis Elías­son­ar á norsku og hlotið hin virtu norsku Bastian-verðlaun fyr­ir störf sín við þýðing­ar. Að sögn Gun­hild hitti Vist­dal oftsinn­is norska gesti sem komu í op­in­ber­ar heim­sókn­ir til Íslands, þar á meðal rit­höf­unda. „Við fór­um þá oft með þá út og suður til að sýna þeim landið, meðal ann­ars til Bessastaða.“

Með Oskar Vistdal, lektor í norsku við Háskóla Íslands, að …
Með Osk­ar Vist­dal, lektor í norsku við Há­skóla Íslands, að sýna norsk­um gest­um Bessastaði. „Osk­ar er ákaf­lega dug­leg­ur maður og hjálpaði mér mikið. Og reynd­ar ger­ir hann það enn, hann er ný­bú­inn að próf­arka­lesa doktors­rit­gerðina mína.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki skorti fjöl­breytn­ina því Gun­hild starfaði um tíma á umönn­un­ar­heim­il­inu Grund við Hring­braut þar sem vist­fólki þótti fé­lags­skap­ur þessa unga Norðmanns huggu­leg­ur þótt ein­hverj­ir væru tungu­mála­örðug­leik­arn­ir í fyrstu. „Það gekk nú svona og svona í byrj­un. Ein­hvern tím­ann var ég næst­um búin að gefa einni eldri dömu röng lyf. Hún áttaði sig á und­an mér og sagði „Heyrðu, ég á ekki að fá nein­ar bleik­ar pill­ur!“,“ rifjar hún upp og kveðst hafa þótt vist­in ágæt á Grund.

Sól tér sortna. Ungur leiðsögumaður við Geysi sumarið 1983.
Sól tér sortna. Ung­ur leiðsögumaður við Geysi sum­arið 1983. Ljós­mynd/​Aðsend

„Svo sótti ég um á aug­lýs­inga­stofu í Reykja­vík man ég, og það var nú dá­lítið fyndið skal ég segja þér. Mér datt í hug að þar gæti þurft þýðanda sem réði við skandi­nav­ísk mál og ís­lensku, en nei, það var nú ekki. Sá sem talaði við mig spurði mig hins veg­ar hvort ég væri góð að teikna og hvort ég gæti hugsað mér að starfa sem aug­lýs­inga­teikn­ari,“ seg­ir Gun­hild frá og hlær við raust. Slík­ur frami hafi sko ekki verið á henn­ar teikni­borði.

Líður að heim­för

Fyrra bú­setu­tíma­bili Gun­hild á Íslandi lauk árið 1988 eft­ir tveggja ára ís­lensku­nám og sneri hún þá heim til Ósló­ar. „Dagný Kristjáns­dótt­ir, sem þá var lektor við Há­skól­ann í Ósló, staðfesti að kunn­átta mín í ís­lensku eft­ir dvöl­ina og námið á Íslandi væri það góð að ég fékk það metið sem það sem þá hét is­landsk grunn­fag við skól­ann í Ósló og tald­ist hafa lokið því.“

Hún fékkst einkum við kennslu næstu árin, lauk cand.phi­lol.-gráðu í norsku árið 1995, kenndi um tíma við Árósa­há­skóla í Dan­mörku, en einnig við tvo há­skóla í Ósló auk þess að stofna eig­in tungu­mála­skóla þar sem hún kenndi út­lend­ing­um norsku, meðal ann­ars Kristni F. Árna­syni, sendi­herra Íslands í Ósló árin 1999 – 2003.

Gunhild rak eigin tungumálaskóla í Ósló árin 1997 til 2000 …
Gun­hild rak eig­in tungu­mála­skóla í Ósló árin 1997 til 2000 þar sem hún veitti út­lend­ing­um leiðsögn í norsku. Hér er einn „út­lend­ing­ur­inn“ í tíma hjá Gun­hild, Krist­inn F. Árna­son, sendi­herra Íslands í Nor­egi 1999 til 2003. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún sneri svo aft­ur til Íslands alda­móta­árið 2000, upp­haf­lega vegna til­boðs Máls og menn­ing­ar um að þýða rit Heim­is Páls­son­ar, Lyk­ill að Íslend­inga­sög­um, yfir á norsku, en sú heim­sókn átti held­ur bet­ur eft­ir að lengj­ast í ann­an end­ann, allt til árs­ins 2002. Meira um það hér á eft­ir.

Gerðist á núll komma núll

Talið berst að mun­in­um á Norðmönn­um og Íslend­ing­um, hug­ar­fari, gild­is­mati og þjóðarsál. Menn­ing­in er keim­lík, fisk­ur­inn í sjón­um sá sami, sam­band frændþjóðanna gott. Engu að síður þykir þeim, sem hér skrif­ar, reg­in­mun­ur á hugs­un­ar­hætti og grund­vall­ar­viðhorf­um ná­grannaþjóðanna.

Við eina af byggingum Háskólans í Hamar þar sem Gunhild …
Við eina af bygg­ing­um Há­skól­ans í Ham­ar þar sem Gun­hild kenn­ir mál­vís­indi. Hann heit­ir því virðulega nafni In­land Norway Uni­versity of App­lied Sciences upp á engilsax­nesku. Ljós­mynd/​Aðsend

Gun­hild tek­ur heils hug­ar und­ir þetta og blaðamaður gleðst í laumi í hjarta sínu yfir að brugga ekki með sér ein­tóm­ar rang­hug­mynd­ir.

„Sem Norðmanni finnst mér Íslend­ing­ar búa yfir ótrú­lega miklu sjálfs­trausti. Ég man þegar ég var að kenna ís­lensk­um nem­end­um á síðasta ári í fram­halds­skóla norsku. Við tók­um tal sam­an og rædd­um framtíðaráætlan­ir og -drauma. Þar settu nem­end­urn­ir markið svo hátt. Þeir ætluðu að verða kvik­mynda­leik­stjór­ar og sjáv­ar­líf­fræðing­ar og ég veit ekki hvað. Og urðu það kannski. Í norsk­um fram­halds­skól­um hefði maður fengið ger­ólík svör. Nem­end­ur láta sig kannski dreyma en það er ansi djúpt á því að þeir vilji segja það upp­hátt,“ seg­ir Gun­hild kím­in.

„Ég man að ég hugsaði líka, fyrra tíma­bilið mitt á Íslandi, að í Nor­egi þætti það vand­ræðal­egt að segj­ast dreyma um að skrifa bók. Á Íslandi er vand­ræðal­egt að dreyma ekki um það,“ seg­ir hún með áherslu á ekki.

Þá hafi ógn­ar­hraður takt­ur menn­ing­ar­lífs­ins komið ræki­lega flatt upp á norska gest­inn og fylg­ir hnytt­in saga frá Íslands­dvöl Gun­hild hinni síðari.

„Allt ger­ist svo rosa­lega hratt. Ég var einu sinni stödd á fyr­ir­lestri Stein­unn­ar Jó­hann­es­dótt­ur rit­höf­und­ar um Reisu­bók Guðríðar Sím­on­ar­dótt­ur sem þá var ný­kom­in út, þetta var 2001. Sú bók fannst mér frá­bær. Eft­ir fyr­ir­lest­ur­inn var boðið upp á umræður og ég vogaði mér að opna munn­inn, fór á hökt­andi og bjagaðri ís­lensku að líkja bók­inni við miðalda­skáld­sög­ur [norska rit­höf­und­ar­ins] Sigrid Und­set.

Með Thor heitnum Vilhjálmssyni rithöfundi á ráðstefnu í Ósló snemma …
Með Thor heitn­um Vil­hjálms­syni rit­höf­undi á ráðstefnu í Ósló snemma á öld­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Á meðan ég talaði tróð ein­hver hljóðnema upp í and­litið á mér. Þá kom í ljós að dag­skrá­in var í beinni út­send­ingu í út­varp­inu. Ég var rétt kom­in heim þegar sím­inn hringdi. Í hon­um var Úlfar Braga­son, pró­fess­or í bók­mennta­fræði, sem hafði heyrt í mér í út­varp­inu og var þá ein­mitt að skipu­leggja ráðstefnu um Lax­ness, Tolkien og Und­set og vildi vita hvort ég gæti hugsað mér að flytja þar fyr­ir­lest­ur um Und­set. Sem ég svo gerði. Þetta gerðist allt bara á núll komma núll,“ seg­ir Gun­hild frá og hljóm­ar enn sem steini lost­in, tutt­ugu árum síðar.

Njáls­brenna í leigu­bíl

Ríku­leg­ur menn­ing­ar- og bók­mennta­áhugi ís­lensku þjóðar­inn­ar hef­ur einnig orðið gest­in­um um­hugs­un­ar­efni, enda auga hans glöggt sé mark tak­andi á orðatil­tækj­um.

„Ég hélt alltaf góðu sambandi við norska sendiráðið og var …
„Ég hélt alltaf góðu sam­bandi við norska sendi­ráðið og var eitt sinn beðin að lesa upp ljóð í Foss­vogs­kirkju­g­arði 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna. Ég valdi ljóðið „17. maí 1940“ eft­ir Nor­dahl Grieg og man hve vel viðeig­andi mér þóttu þess­ar lín­ur á Íslandi: „Vi er så få her i land­et, hver fald­en er bror og ven.“.“ Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég man að ég sat ein­hvern tím­ann í leigu­bíl með nokkr­um öðrum út­lend­ing­um, við vor­um að koma af bók­mennta­kvöldi og vor­um í hróka­sam­ræðum um túlk­un á ein­hverju sem sagt var í Njálu og hafði verið til umræðu á ráðstefn­unni. Sitt sýnd­ist hverju okk­ar og rök­rætt var af kappi. Þá sneri leigu­bíl­stjór­inn sér að okk­ur og fór að leiðrétta okk­ur: „Nei nei, þið mis­skiljið þetta al­veg, það sem Gunn­ar átti við þegar hann sagði þetta við Njál var...“ ég man ekk­ert hvaða atriði þetta var í Njálu en bíl­stjór­inn varð svo reiður yfir okk­ar túlk­un að hann ók næst­um út af,“ seg­ir Gun­hild og er bráðskemmt yfir minn­ing­unni um þessa litlu Njáls­brennu í leigu­bíln­um á Íslandi.

Vinnustofan í húsi Máls og menningar þar sem Gunhild þýddi …
Vinnu­stof­an í húsi Máls og menn­ing­ar þar sem Gun­hild þýddi bók Heim­is Páls­son­ar, Lyk­ill að Íslend­inga­sög­um, yfir á norsku um alda­mót­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Eins og fyrr seg­ir flutti Gun­hild til Íslands árið 2000, upp­haf­lega vegna til­boðs Máls og menn­ing­ar um að taka að sér þýðingu bók­ar Heim­is Páls­son­ar. „Ég ákvað að taka þessu til­boði og ákvað fljót­lega að hent­ugra væri að vinna þetta verk­efni í Reykja­vík en Ósló. For­lagið bjó svo um hnút­ana að ég fékk stúd­íó­í­búð í sama húsi sem var al­veg ein­stakt,“ seg­ir Gun­hild frá.

Fóru leik­ar svo að hún seldi íbúð sína i Maj­orstu­en-hverf­inu í Ósló og keypti hálfa fimmtu hæðina í húsi Máls og menn­ing­ar, þar á meðal Bröttu­götu­sal­inn, fyrr­ver­andi fund­ar­sal Komm­ún­ista­flokks Íslands, og íbúð sem áður hafði til­heyrt sendi­ráði Aust­ur-Þýska­lands. Þess­ar vist­ar­ver­ur leigði Gun­hild út. „Ég keypti hálfa fimmtu hæðina í hús­inu árið 2001 og fékk all­ar mín­ar eig­ur send­ar frá Ósló til Íslands, bóka­safn og allt sam­an,“ rifjar Gun­hild upp, en þýðing­ar­verk­efnið fyr­ir Mál og menn­ingu varð upp­hafið að tveggja ára bú­setu henn­ar hér á landi.

„Ég varð hrifin af ljóðum Tómasar, hann orti svo mikið …
„Ég varð hrif­in af ljóðum Tóm­as­ar, hann orti svo mikið um borg­ar­lífið, ekki bara stór­brotna nátt­úru. Ég varð líka stór­hrif­in af plöt­unni Fagra ver­öld sem kom út nokkru áður, þar sem Eg­ill Ólafs­son og Guðrún Gunn­ars­dótt­ir sungu ljóð Tóm­as­ar.“ mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Svo sem minnst var á í upp­hafi sendi Gun­hild frá sér bók­ina Leve dialekten – En språkreise árið 2014 þar sem finna má mikla Ísland­s­teng­ingu þrátt fyr­ir að meg­in­efnið snú­ist um sam­töl við þjóðþekkta Norðmenn og viðhorf þeirra til tal­máls­ins. Eins og doktors­rit­gerð henn­ar ber einnig glöggt vitni um eru hinar ótal­mörgu staðbundnu framb­urðar­mál­lýsk­ur Nor­egs Gun­hild hug­leikn­ar, hvort tveggja sem rann­sókn­ar­efni og al­mennt áhuga­mál.

Í bók­inni seg­ir hún litla en fróðlega sögu af tveim­ur iðnaðarmönn­um, raf­virkja og smið, sem komu að stand­setn­ingu litla fast­eigna­veld­is­ins á fimmtu hæðinni í húsi Máls og menn­ing­ar. „Ég þekkti þá báða orðið og vissi að báðir voru frá eða höfðu búið í Hrútaf­irði. Nokk­ur ald­urs­mun­ur var þó á þeim og ég réð af tali þeirra að þeir vissu ekki af þess­um sam­eig­in­lega upp­runa sín­um.

Svo ein­hvern tím­ann þegar við erum að ræða stand­setn­ing­una á íbúðinni segi ég við þá „Af­sakið, en vitið þið ekki að þið eruð báðir frá Hrútaf­irði?“ Þeir litu á hvor ann­an í forundr­an og jú jú, þetta var rétt. Svo fóru þeir að ræða sam­an og þá kom í ljós að skammt hafði verið á milli heim­ila þeirra, sá eldri var flutt­ur á brott þegar hinn fædd­ist, en þeir þekktu samt fjölda fólks sam­eig­in­lega.

Erla Dürr heitin, móðir Magnúsar, kærasta Gunhild í fyrstu Íslandsheimsókninni. …
Erla Dürr heit­in, móðir Magnús­ar, kær­asta Gun­hild í fyrstu Íslands­heim­sókn­inni. „Þess­ari konu gleymi ég aldrei. Hún var vön að lesa dönsku en ekki mjög vön að tala skandi­nav­ísk mál og ég réð illa við ís­lensk­una í fyrstu. Við höfðum því þann hátt­inn á að hún talaði ís­lensku og ég norsku og það virkaði vel. Við Magnús vor­um ger­ólík en hefði það ekki verið fyr­ir hann hefði ég kannski aldrei upp­götvað Ísland.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Hérna í Nor­egi hefði þetta lík­lega verið þannig að fólk í sömu stöðu hefði strax farið að tala um bæ­inn eða svæðið sem það kæmi frá, hérna seg­ir framb­urður­inn svo mikið um upp­runa þinn að þú gæt­ir nán­ast verið með það skrifað á ennið á þér,“ seg­ir Gun­hild og hlær.

Laug um mynd­listaráhug­ann

Gun­hild var í tygj­um við Vigni Jó­hanns­son list­mál­ara hluta þess tíma sem hún var bú­sett á Íslandi um alda­mót­in. „Þetta var árin 2000 til 2001 og var mjög skemmti­leg­ur og eft­ir­minni­leg­ur tími,“ seg­ir hún frá. „Vigni kynnt­ist ég nú samt gegn­um sam­eig­in­lega vini þegar ég var á Íslandi í fyrra skiptið, á ní­unda ára­tugn­um. Hann bjó þá í Santa Fe í Banda­ríkj­un­um og var bara í stuttri heim­sókn á Íslandi. Hann bauð mér í bíltúr og við sáumst svo ekki meir í það skiptið,“ rifjar Gun­hild upp.

„Þegar ég svo kom aft­ur til Íslands árið 2000 sat ég mikið á Súfist­an­um, ég bjó jú í hús­inu, og þar voru verk merkt Vigni uppi um alla veggi. Svo ég hugsaði með mér hvort þetta væri sami maður­inn og ég hafði hitt tæp­um 15 árum áður. Ég fletti hon­um upp í síma­skránni og sagðist vera mik­il áhuga­mann­eskja um mynd­list sem var hauga­lygi,“ seg­ir Gun­hild og hlær, „og spurði hvort ég mætti kaupa af hon­um mál­verk.

Með Vigni Jóhannssyni listmálara í vinnustofu hans við Laugaveg um …
Með Vigni Jó­hanns­syni list­mál­ara í vinnu­stofu hans við Lauga­veg um alda­mót­in. „Ég fletti hon­um upp í síma­skránni og sagðist vera mik­il áhuga­mann­eskja um mynd­list sem var hauga­lygi.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Hann bauð mér þá á vinnu­stof­una sína við Lauga­veg og hlut­irn­ir æxluðust þannig að við urðum par. Ekki nóg með það held­ur fékk ég að velja mér upp­á­halds­mynd hjá hon­um – og fékk hana gef­ins,“ seg­ir Gun­hild kank­vís.

„Okk­ar sam­band stóð nú svo sem ekki lengi, fram á 2001, við bjugg­um sam­an á vinnu­stof­unni hans og ég leigði íbúðina mína út á meðan. Sí­fellt þrætu­epli okk­ar Vign­is var hvort tungu­málið við ætt­um að tala sam­an, ég vildi bara tala ís­lensku og verða fullnuma á þeim vett­vangi, en Vign­ir, sem hafði búið í Nor­egi í æsku, vildi ólm­ur æfa sig í norsk­unni,“ seg­ir Gun­hild af sam­bandi sínu við list­mál­ar­ann.

Á hinum menningarlega pizzastað Il Teatro í Hamar þar sem …
Á hinum menn­ing­ar­lega pizz­astað Il Teatro í Ham­ar þar sem meg­in­hluti viðtals­ins fór fram dag­inn eft­ir að Gun­hild lagði doktors­rit­gerð sína fram við há­skól­ann þar í bæn­um. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Orti ekki um ein­tóma nátt­úru

Gun­hild fékkst einnig við þýðing­ar á bundnu máli en Reykja­vík­ur­skáldið Tóm­as Guðmunds­son varð henni einkar hug­leikið meðan á Íslands­dvöl­inni stóð og þýddi hún ljóðin Frá liðnu vori og Hót­el Jörð yfir á norsku og það með framb­urðar­mál­lýsku Ren­dal í Hed­mark-, nú Inn­land­et-fylki, sem Gun­hild rek­ur upp­runa sinn til.

Með því að smella á hlekk­ina í titl­um ljóðanna má hlýða á lög við þau eft­ir Bergþóru Árna­dótt­ur og Heimi Sindra­son sem norski tón­list­armaður­inn Guren Hagen gaf út á geisla­plöt­unni Hotell Jord árið 2001. „Ég man að Vign­ir bauð í út­gáfupartý þegar disk­ur­inn kom út, Heim­ir og Guðmund­ur Tóm­as­son, son­ur Tóm­as­ar, komu ein­mitt þangað ásamt kon­um sín­um. Plat­an náði vin­sæld­um hér í Nor­egi og heyr­ast oft lög af henni í út­varp­inu,“ seg­ir Gun­hild.

Jólaheimsókn hjá Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða, og Angelu konu …
Jóla­heim­sókn hjá Peter Weiss, for­stöðumanni Há­skóla­set­urs Vest­fjarða, og Ang­elu konu hans, sem starfar sem þýðandi, á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð 2016. Peter, sem er frá Bæheimi í Þýskalandi, var sam­nem­andi Gun­hild við HÍ á ní­unda ára­tugn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég varð hrif­in af ljóðum Tóm­as­ar, hann orti svo mikið um borg­ar­lífið, ekki bara stór­brotna nátt­úru. Ég varð líka stór­hrif­in af plöt­unni Fagra ver­öld sem kom út nokkru áður, þar sem Eg­ill Ólafs­son og Guðrún Gunn­ars­dótt­ir sungu ljóð Tóm­as­ar. Þar heyrði ég ein­mitt Frá liðnu vori fyrst.“

Af fræðum

Eins og nefnt var snemma í viðtal­inu kom bók­in Blote kan ein gj­ere om det ber­re skjer i løynd, eða Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, út í Ósló árið 1996 og var þar um að ræða meist­ara­prófs­rit­gerð Gun­hild til cand.phi­lol-gráðu við Há­skól­ann í Ósló. Bar hún þar sam­an krist­inna laga þætti Grágás­ar­laga, sem giltu á Íslandi á Þjóðveldis­öld, og hinna norsku Gulaþingslaga. Dvaldi Gun­hild um tveggja mánaða skeið á Íslandi árið 1994 og fékkst við rann­sókn­ir sín­ar á Árna­stofn­un.

Skoðunarferð um Kaldadal sumarið 1986. Gunhild var þarna nýkomin til …
Skoðun­ar­ferð um Kalda­dal sum­arið 1986. Gun­hild var þarna ný­kom­in til lands­ins á leið í ís­lensku­nám fyr­ir er­lenda stúd­enta og sat mánaðarlangt sum­ar­nám­skeið á Akra­nesi þar sem nem­end­ur bjuggu á heima­vist. Ljós­mynd/​Aðsend

Mál­vís­indamaður­inn Kjart­an Árna­son heit­inn skrifaði um bók­ina í Morg­un­blaðið í apríl 1997 og tí­undaði þar hvernig höf­und­ur­inn hefði kom­ist að ann­arri niður­stöðu um tengsl ís­lenskra og norskra laga en fræðimenn fram að því og skrif­ar meðal ann­ars:

„Gun­hild Kværness kemst að þeirri niður­stöðu í rit­gerðinni að ekki sé ástæða til að ætla að áhrif norskra laga séu meiri hér en eðli­legt geti tal­ist út frá hug­mynd­um sem þá lágu í tím­an­um – um bein áhrif sé ekki að ræða. Krist­inna laga þátt­ur Grágás­ar er afar sjálf­stæður, seg­ir Gun­hild, en síðari rann­sókn­ir gætu e.t.v. leitt í ljós að Íslend­ing­ar hefðu sótt sér fyr­ir­mynd­ir til laga annarra landa en Nor­egs. Kværness sér næg­ar ástæður til að álykta að þessi þátt­ur lag­anna sé fyrst og fremst sprott­inn úr þeirri menn­ingu sem hér hafði mót­ast frá land­námi, og var í ýms­um atriðum bú­inn að skapa sér sér­stöðu.“

Jólaheimsóknin á Flateyri 2016. Karl, sonur Gunhild, og fósturdóttir hennar …
Jóla­heim­sókn­in á Flat­eyri 2016. Karl, son­ur Gun­hild, og fóst­ur­dótt­ir henn­ar Rina. Faðir Karls er finnsk-sænski leik­ar­inn og kvik­mynda­fram­leiðand­inn Mats Lång­backa. Karl kom í heim­inn eft­ir að Gun­hild fékk egg­gjöf frá ann­arri konu og hef­ur hún lagt sig í fram­króka við að auka umræðu og þekk­ingu á því sviði meðal al­menn­ings, meðal ann­ars í norsk­um fjöl­miðlum. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég kynnt­ist Kjart­ani í Ósló, senni­lega var það 1981. Við vor­um sam­an í norsku­námi – og þá meina ég norsku fyr­ir Norðmenn!“ seg­ir Gun­hild af kynn­um þeirra Kjart­ans. „Kjart­an var tungu­málasnill­ing­ur nán­ast án hliðstæðu, hann hafði fjölda norskra mál­lýskna á færi sínu. Við kynnt­umst svo bet­ur þegar hann kenndi kvöld­nám­skeið í ís­lensku sem ég sat og héld­um sam­bandi allt þar til hann lést árið 2006 sem var sorg­legt. Á Íslandi kynnti ég hann fyr­ir Osk­ar Vist­dal sem áttaði sig strax á náðar­gáfu Kjart­ans, sem varð til þess að Kjart­an fór að kenna norsku við HÍ und­ir hans stjórn,“ seg­ir Gun­hild af Kjart­ani heitn­um.

„Þegar ég var á Íslandi að skrifa þessa rit­gerð fékk ég vinnuaðstöðu á Árna­stofn­un og komst þá í kynni við Guðrúnu Nor­dal [nú for­stöðumann Árna­stofn­un­ar] og Gísla Sig­urðsson [bók­mennta­fræðing] og held enn góðu sam­bandi við þau í dag.“

„Dritk­ul“ framb­urður

Ný­fram­lögð doktors­rit­gerð Gun­hild, sem að sjálf­sögðu fjall­ar um norsk­ar framb­urðar­mál­lýsk­ur, ber titil­inn Måten je tala på, er dritk­ul eða Hvernig ég tala er ógeðslega kúl svo gerð sé til­raun til að fanga and­ann og stemmn­ing­una í þess­um um­mæl­um eins þátt­tak­end­anna sem voru.

„All­ir í Nor­egi sjá að þetta er staðar­mál­lýska og þessi er frá Ham­ar-svæðinu,“ út­skýr­ir Gun­hild. „Í Ósló segði eng­inn „je tala“, þar seg­ir fólk „jeg snakk­er“ ekki satt? En hitt skilja Íslend­ing­ar býsna vel reikna ég með,“ bæt­ir hún við og blaðamaður verður að fall­ast á að fjöl­marg­ar norsk­ar dreif­býl­is­mál­lýsk­ur eiga mun meiri sam­leið með ís­lenskri tungu en norska bók­málið og má þar einkum nefna marg­ar mál­lýsk­ur í Vest­ur-Nor­egi.

Í rit­gerð sinni, sem Gun­hild hef­ur legið yfir sam­hliða kennslu síðastliðin þrjú ár, rann­sak­ar hún viðhorf ung­menna til fjög­urra framb­urðar­mál­lýskna með því að leggja hlust­un­ar­dæmi fyr­ir 350 grunn­skóla­nem­end­ur á aldr­in­um 12 – 16 ára úr átta skól­um í Inn­land­et og biðja þá svo að svara ákveðnum spurn­ing­um um þá sem töluðu á upp­tök­un­um sem nem­end­ur fengu að hlýða á.

Bjørg Juhlin (lengst til hægri) ásamt dætrum sínum, Siv og …
Bjørg Ju­hlin (lengst til hægri) ásamt dætr­um sín­um, Siv og Ing­unni Friðleifs­dætr­um. Ju­hlin hafði yf­ir­um­sjón með norsku­kennslu á Íslandi neðan há­skóla­stigs og kynnt­ust þær Gun­hild árið 1986. „Bjørg var fljót að koma mér í norsku­kennslu úti um allt. Þessi fjöl­skylda hef­ur alltaf staðið mér hjarta nær, þarna komu þau að heim­sækja mig í Renda­len fyr­ir nokkuð mörg­um árum.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Beit­ir Gun­hild svo­kallaðri matched guise-aðferð við rann­sókn sína, eða grímu­prófi, sem felst í því að þátt­tak­andi í rann­sókn met­ur sama mæl­anda oft­ar en einu sinni án þess að vita af því sjálf­ur. Fyr­ir nem­end­urna lagði hún hlust­un­ar­dæmi með framb­urði frá Aust­ur-Ósló og Vest­ur-Ósló og svo Hed­mark-framb­urð tveggja tíma­bila, nú­tíma­framb­urð og eldri framb­urð á því svæði.

„All­ir eru sam­mála um að tungu­mál þró­ast, ís­lensk­an hef­ur til dæm­is litl­um breyt­ing­um tekið um alda­bil á meðan norsk­an hef­ur breyst mjög mikið. Ástæðan fyr­ir því að maður vill skoða viðhorf fólks gagn­vart mál­inu er að leita skýr­ing­anna á þess­um breyt­ing­um,“ seg­ir rann­sak­and­inn.

Hún seg­ir það al­mennt viðtek­in sann­indi að framb­urður­inn á Ham­ar-svæðinu, og víðar í Nor­egi, sé hægt og bít­andi að þró­ast í átt­ina að Ósló­ar­mál­inu. Spurn­ing­in sé hvort breyt­ing­in er meðvituð eða ómeðvituð, hvort mæl­end­ur hafi til­hneig­ingu til að fikra sig nær tal­máli höfuðstaða eða stærri þétt­býl­is­svæða vegna þess að þeir líti á tal­mál þar sem viðmið eða reglu (lat. norma, e. norm).

„Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa bent til þess að svo kunni að vera, rann­sókn­ir sem fram­kvæmd­ar hafa verið í Dan­mörku, Fær­eyj­um, Lit­há­en, á Stutt­g­art-svæðinu í Þýskalandi og hér heima í Vest­ur-Nor­egi. Sjálf rann­sókn­araðferðin bygg­ir á prófi sem er dönsk hönn­un, þróað við Mál­breyt­inga­miðstöð Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla [d. Sprog­for­andringscentret] og mín rann­sókn er í raun fram­lag til evr­ópskr­ar sam­an­b­urðar­rann­sókn­ar á þess­um vett­vangi, en er þó fyrsta rann­sókn sinn­ar teg­und­ar hér í Aust­ur-Nor­egi,“ seg­ir Gun­hild og bæt­ir því við að rann­sókn­in hafi auðvitað kraf­ist þess að þátt­tak­end­urn­ir vissu ekki hvað í raun var verið að rann­saka.

„Þegar þeir voru bún­ir að hlusta á tal­dæm­in fengu þeir spurn­ing­ar um átta mann­eskj­ur, en í raun voru það aðeins tvær sem töluðu á upp­tök­un­um, önn­ur þeirra ég sjálf. Við lás­um bæði alla fjóra framb­urðina, ég get brugðið þeim öll­um fyr­ir mig, gamli Ren­dals­framb­urður­inn er jú sá framb­urður sem ég ólst upp með og sá sem ég nota þegar ég er þar,“ seg­ir Gun­hild sem hef­ur tjáð sig á hreinni bók­málsnorsku allt viðtalið.

„Spurn­ing­arn­ar sneru að því hvort þátt­tak­end­un­um líkaði við mæl­end­urna og hvort þeim þættu þeir klár­ir, spenn­andi, áreiðan­leg­ir, „kúl“, mál­efna­leg­ir, al­var­leg­ir eða sjálfs­ör­ugg­ir. Þannig áttu þeir að vega og meta eig­end­ur radd­anna sem þeir heyrðu, en fengu ekk­ert að vita um að í raun­inni væri verið væri að fiska eft­ir áliti þeirra á framb­urðar­mál­lýsk­unni.

Þá kom það í ljós að þegar ég talaði með gömlu Ren­dals­mál­lýsk­unni var ég miklu klár­ari, meira spenn­andi og fleira í sömu átt en þegar ég notaði Ósló­ar­mál­lýsk­urn­ar tvær. Þegar upp var staðið lenti Vest­ur-Ósló neðst í vin­sæld­um og gamla Ren­dals­málið efst, Ren­dal nú­tím­ans varð í öðru sæti og Aust­ur-Ósló í þriðja. Rann­sókn­in sýn­ir þar með svart á hvítu – og stang­ast þar með á við sam­an­b­urðar­rann­sókn­irn­ar – að þátt­tak­end­urn­ir voru já­kvæðast­ir í garð framb­urðar­mál­lýskna utan höfuðborg­ar­inn­ar, þrátt fyr­ir að til­hneig­ing­in í Nor­egi sé að færa málið nær því sem talað er í höfuðstaðnum,“ lýk­ur doktor­inn verðandi máli sínu og fær sér vatns­sopa – enda búin að koll­varpa viðtekn­um kenn­ing­um í mál­vís­ind­um rétt eins og að drekka vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert