Ítölsk stjórnvöld munu kaupa 30% hlut í Rei Thera, ítölsku fyrirtæki sem ætlar sér að þróa bóluefni við kórónuveirunni. Þetta sagði Roberta Speranza, heilbrigðrisráðherra Ítalíu, við fjölmiðla í dag.
Talskona stjórnvalda sagðist í samtali við AFP ekki vita enn hversu mikils virði fjárfestingin væri. Þó gerði Invitalia, stofnun sem fer með eignarhald ítalskra stjórnvalda í einkafyrirtækjum, grein fyrir því í gær að fjárfest yrði í Rei Thera fyrir um 81 milljón evra, andvirði tæplega 13 milljarða króna.
Bóluefni Rei Thera er enn í prófunarfasa og því ekki unnt að veita því markaðsleyfi enn. Talið er að bóluefnið verði ekki tilbúið fyrr en í septemberlok í fyrsta lagi.
Ítalir hafa farið einna verst Evrópuþjóða út úr faraldrinum. Um 2,5 milljónir manna hafa smitast af veirunni og þar af hafa rúmlega 86 þúsund látist.