Bóluefni úr smiðju lyfjaframleiðandans Johnson & Johnson sýnir virkni upp á 66 prósent. Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu og vísar til niðurstaðna rannsóknar þar sem nærri 44 þúsund manns fengu efnið.
Öfugt við bóluefni Pfizer og Moderna þarf einungis að gefa einn skammt af bóluefni Johnson & Johnson.
Rannsókn fyrirtækisins sýnir að virknin var meiri í Bandaríkjunum en minni í Suður-Afríku, þar sem nýtt afbrigði veldur nú meirihluta tilfella kórónuveikinnar.
„Við erum stolt af því að hafa náð þessum mikilvæga áfanga,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Alex Gorsky í tilkynningu.