Ákvörðun ESB hefur ekki áhrif á N-Írland

Boris Johnson í heimsók sinni til líftæknifyrirtækisins Valneva í Livingston …
Boris Johnson í heimsók sinni til líftæknifyrirtækisins Valneva í Livingston þar sem framleiðsla bóluefnis mun fara fram. AFP

Evrópusambandið hefur dregið til baka ákvörðun sína um að virkja ákvæði í Brexit-samningnum um að landamæraeftirlit verði haft með bóluefnaskömmtum sem fari til Norður-Írlands.

Þetta átti að tryggja að bóluefninu yrði ekki dreift þaðan víðar um Bretland, að sögn BBC

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti í gærkvöldi nýj­ar regl­ur sem veita henni heim­ild til þess að banna út­flutn­ing á bólu­efni og hrá­efni til bólu­efna­gerðar til vissra ríkja ef viðkom­andi lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur ekki staðið við samn­inga sína til sam­bands­ins. Um 100 ríki eru á und­anþágulista frá heim­ild­inni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-rík­in. 

ESB greindi frá því síðar um kvöldið að þessar reglur hefðu ekki áhrif á sendingar sem færu í gegnum Norður-Írland. 

Ursula von der Leyen.
Ursula von der Leyen. AFP

Áður hafði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýnt ESB harðlega vegna ákvörðunarinnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá því að samkomulag hefði náðst við Bretland og að engar hömlur yrðu á útflutningi á bóluefni þangað. 

ESB hefur átt í deilum við lyfjaframleiðandann AstraZeneca og sakar fyrirtækið um samningsbrot vegna tafa á afhendingu bóluefnis til aðildarríkja, á sama tíma og það stendur við samninga sína sem áður höfðu verið undirritaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert