Faldi lík móður sinnar í frystikistu

Lögreglumaður (til vinstri) á gangi í Asakusa-hverfinu í Tókíó.
Lögreglumaður (til vinstri) á gangi í Asakusa-hverfinu í Tókíó. AFP

Japönsk kona sem sagðist hafa geymt lík móður sinnar í frystikistu í íbúðinni sinni í áratug sagði lögreglunni að hún óttaðist að þurfa að yfirgefa íbúðina ef upp kæmist um dauðsfallið.

Lögreglan sagði AFP að Yumi Yoshina, 48 ára, hefði verið handtekin vegna málsins. Íbúðin er í höfuðborginni Tókíó.

Yoshino sagðist hafa falið líkið fyrir tíu árum vegna þess að hún „vildi ekki flytja út“ úr íbúðinni sem hún hafði búið í með móður sinni. Talið er að móðirin hafi verið um sextugt þegar hún lést.

Yoshino neyddist til að yfirgefa íbúðina um miðjan janúar eftir að hún greiddi ekki leiguna. Sá sem þreif íbúðina fann líkið í frystikistu sem hafði verið falin inni í skáp.

Líkið hefur verið krufið en ekki tókst að finna út hvenær og hvernig konan lést.

Fólk á gangi í Tókíó.
Fólk á gangi í Tókíó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert