WHO gagnrýnir ESB vegna útflutningshamla

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninn WHO hefur gagnrýnt yfirlýsingar Evrópusambandsins um útflutningshömlur á bóluefni sem framleitt er innan sambandsins. WHO segir slíkar hömlur geta valdið því að heimsfaraldurinn dragist á langinn. BBC greinir frá. 

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti í gær nýj­ar regl­ur sem veita henni heim­ild til þess að banna út­flutn­ing á bólu­efni og hrá­efni til bólu­efna­gerðar til vissra ríkja ef viðkom­andi lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur ekki staðið við samn­inga sína til sam­bands­ins. Þetta var gert vegna fyrirsjáanlegs skorts á bóluefni vegna vanefnda framleiðenda. 

Um 100 ríki eru á und­anþágulista frá heim­ild­inni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-rík­in. 

Aðstoðarframkvæmdastjóri WHO, Mariangela Simao, sagði ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni vegna hamlanna. Áður hefur Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagt að bólusetningarþjóðernisrembingur geti leitt til þess að batinn eftir heimsfaraldur frestist.

Þá sagði hann á rafrænni útgáfu af alþjóðlegu ráðstefnunni Global Summit að hesthúsi ríkar þjóðir bóluefni muni það halda heimsfaraldrinum við og hægja á efnahagsbata auk þess að vera siðferðileg rangt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert