Eitt smit leiddi til útgöngubanns

Talið er að maðurinn sé með breska afbrigði veirunnar.
Talið er að maðurinn sé með breska afbrigði veirunnar. AFP

Fimm daga útgöngubann var sett á í borginni Perth í Ástralíu eftir að öryggisvörður í farsóttarhúsi greindist með kórónuveirusmit.

Rúmlega tvær milljónir borgarbúa þurfa því að halda sig heima fyrir og verður áætlaðri enduropnun skóla þar í bæ frestað, að sögn AFP. Íbúar mega einungis yfirgefa heimili sín til að versla nauðsynjavörur, vegna líkamsræktar og til að sækja sér læknishjálp ef þess þarf.

Kórónuveirusmit öryggisvarðarins er það fyrsta í allri vestanverðri Ástralíu í tíu mánuði, að sögn ráðamanna. Talið er að hann hafi smitast af komufarþega í farsóttarhúsinu og að um sé að ræða hið bráðsmitandi breska afbrigði veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert