Lögreglan í Tíról í Austurríki hefur fundið fjölda erlendra ferðamanna, sem voru gestir á einu vinsælasta skíðasvæði landsins, seka um brot á sóttvarnareglum.
96 erlend ungmenni sem gistu á skíðasvæðinu St. Anton eiga að hafa sneitt hjá sóttvarnareglum við komuna til landins, að sögn bæjarstjóra. Þrátt fyrir að hótel eigi að vera lokuð fyrir ferðamenn á svæðinu eru skíðalyfturnar enn gangandi.
Lögreglan í Tíról segir Breta, Dani, Svía, Rúmena, Þjóðverja, Ástrala, Íra og Pólverja vera meðal þeirra seku, en þeir voru sektaðir um allt að 2.180 evrur (rúmlega 340 þúsund krónur) fyrir brot sín.
Útgöngubann er í gildi í Austurríki og eiga ferðamenn því ekki að geta heimsótt landið án þess að fara í sóttkví. Hins vegar hefur komið í ljós að hægt er að sneiða hjá þeim reglum, því þjálfun til skíðakennara er enn heimil.
Ferðamenn sem langar á skíði hafa því tekið upp á því að skrá sig á heimilsfang í bænum og segjast vera í atvinnuleit, þrátt fyrir að enga vinnu sé þar að fá, að sögn bæjarstjóra.