Ísrael sendir Palestínu 5 þúsund skammta

Ísrael er með sérstakan samning við lyfjafyrirtækið Pfizer og fær …
Ísrael er með sérstakan samning við lyfjafyrirtækið Pfizer og fær því greiðari aðgang að bóluefninu en aðrar þjóðir. AFP

Ríkisstjórn Ísraels ætlar að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu svo hægt sé að bólusetja framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu.

Ísrael er með sérstakan samning við lyfjafyrirtækið Pfizer sem gerir ríkinu kleift að bólusetja á mun meiri hraða en aðrar þjóðir. BBC greinir frá.

Um 640 þúsund smit hafa greinst í Ísrael frá byrjun faraldurs og um 4.700 hafa látist af völdum Covid-19 samkvæmt tölum frá John Hopkins. Á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu hafa greinst um 160 þúsund smit og rúmlega 1.800 hafa látist.

Næstum því 1,7 milljónir Ísraela, um 20% þjóðarinnar, hafa nú þegar fengið báða skammta af bóluefninu og rúmlega þrjár milljónir hafa fengið fyrsta skammtinn. Útgöngubann og harðar samkomutakmarkanir eru þó enn í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert