Níu milljónir skammta til viðbótar verða afhentir frá AstraZeneca á fyrsta ársfjórðungi miðað við síðustu afhendingaráætlun. Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, á twitterreikningi sínum í kvöld.
Um er að ræða um 30% aukningu frá því sem fyrirtækið var tilbúið að skuldbinda sig til að afhenda í síðustu viku.
Í færslu von der Leyen segir að Astra Zeneca muni hefja afhendingu viku fyrr en síðasta áætlun gerði ráð fyrir. Spenna hefur ríkt á milli framkvæmdarstjórnar ESB og stjórnenda AstraZeneca síðustu daga í kjölfar þess að AstraZenca taldi sig ekki geta staðið við skuldbindingar um afhendingu. Í vikunni setti Evrópusambandið útflutningstakmarkanir á bóluefnið, sem framleitt er innan sambandsins.
Færslu Ursulu von der Leyen má sjá hér:
Step forward on vaccines.@AstraZeneca will deliver 9 million additional doses in the first quarter (40 million in total) compared to last week’s offer & will start deliveries one week earlier than scheduled.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 31, 2021
The company will also expand its manufacturing capacity in Europe.