Níu milljónir skammta í viðbót frá AstraZeneca

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. AFP

Níu milljónir skammta til viðbótar verða afhentir frá AstraZeneca á fyrsta ársfjórðungi miðað við síðustu afhendingaráætlun. Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, á twitterreikningi sínum í kvöld. 

Um er að ræða um 30% aukningu frá því sem fyrirtækið var tilbúið að skuldbinda sig til að afhenda í síðustu viku. 

Í færslu von der Leyen segir að Astra Zeneca muni hefja afhendingu viku fyrr en síðasta áætlun gerði ráð fyrir. Spenna hefur ríkt á milli framkvæmdarstjórnar ESB og stjórnenda AstraZeneca síðustu daga í kjölfar þess að AstraZenca taldi sig ekki geta staðið við skuldbindingar um afhendingu. Í vikunni setti Evrópusambandið útflutningstakmarkanir á bóluefnið, sem framleitt er innan sambandsins.

Færslu Ursulu von der Leyen má sjá hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert