Lögreglan hefur handtekið yfir 500 manns í mótmælum víðsvegar um Rússland þar sem þess hefur verið krafist að Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, verði sleppt úr haldi.
Að sögn OVD-Info höfðu 519 manns verið handteknir, mestmegnis í mótmælum í austurhluta landsins og Síberíu.
Lögreglan í Moskvu lokaði miðbænum vegna fyrirhugaðra mótmæla í höfuðborginni.