Mikil hríð gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna þar sem gert er ráð fyrir að allt að 60 sentímetrar af snjór muni falla í dag. Flugi hefur verið aflýst, skólum verið lokað og búið er að aflýsa bólusetningum í New York vegna snjókomunnar.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York og New Jersey. Talið er að snjókoman verði sú mesta frá upphafi mælinga. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út stormviðvaranir á svæði allt frá Virginíu til Maine.
Yfir 1.500 flugferðum var aflýst, flestum til og frá flugvöllum í New York, Boston, Fíladelfíu og Washington. Um 90% áætlunarferða til og frá La Guardia-flugvelli var aflýst og um 70% á JFK-flugvellinum og flugvellinum í Newark.
„Það er veruleg hætta á því að rafmagn slái út vegna snjókomunnar og vindstyrks. Hlaðið tækin ykkar, og ef þið lendið í rafmagnsleysi, tilkynnið það um leið,“ sagði Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, á blaðamannafundi.